Dýrmætt að fá góða makrílvertíð í sumar

Benedikt Jóhansson segir loðnubrestinn í vetaur hafa verið mikið áfall.
Benedikt Jóhansson segir loðnubrestinn í vetaur hafa verið mikið áfall.

Eftir loðnubrest í vetur sem leið segir Bendikt Jóhannsson, yfirmaður landvinnslu hjá Eskju á Eskifirði, að það hafi verið dýrmætt að fá góða makrílvertíð og úrvals hráefni hafi borist jafnt og þétt á land. Flest hafi gengið upp í sumar, bæði í veiðum og vinnslu, og ástæðulaust sé að kvarta yfir mörkuðum þó svo að verð mætti alltaf vera hærra. Vonbrigði hafi þó verið hversu lítið hafi veiðst af makríl í þessum mánuði. Nú er síldarvertíð komin á fullt, vel hefur veiðst og aflinn fengist nær landi en síðustu ár.

Keyptu dvalarheimilið fyrir starfsfólk Eskju

Um 65 manns starfa í uppsjávarfrystihúsi Eskju og er unnið á tólf tíma vöktum þegar mest er að gera. „Um þriðjungur er fastráðið lykilfólk, sem starfar hjá okkur allt árið. Aðrir starfsmenn koma víða að, Íslendingar jafnt sem útlendingar, og margir hafa komið árlega á vertíðar frá því að nýja fiskiðjuverið var tekið í notkun 2016. Okkur hefur gengið vel að ráða starfsfólk og upp til hópa er þetta hörkufólk,“ segir Benedikt. Margt af aðkomufólkinu býr í Hulduhlíð, sem áður var dvalarheimili aldraðra á Eskifirði, en Eskja keypti húsið fyrr á þessu ári.

Þegar rætt var við Benedikt á dögunum var þó ekki vinnsla í húsinu. Mikil törn með helgarvinnu var að baki, tvö skipanna á útleið og það þriðja á leið með um 750 tonn af makríl úr Síldarsmugunni. Þá var lokahnykkurinn eftir á makrílvertíðinni og um fjögur þúsund tonn óveidd. Veiði hafði þá tregast og erfitt haustveður á miðunum.

Vænn makríll.
Vænn makríll. mbl.is/Börkur Kjartansson

Eskja hefur endurnýjað skipakost sinn á síðustu árum þó svo að nöfnin séu kunnugleg fyrir Eskfirðinga; Aðalsteinn Jónsson, Guðrún Þorkelsdóttir og Jón Kjartansson. Afkastageta frystihússins er um 800 tonn af hráefni á sólarhring á makrílnum og er aflinn frystur jafnóðum og hann kemur úr tönkum skipanna, sem eru við löndunartækin á meðan. Elsta skipið, Jón Kjartansson II, hefur nýst vel á kolmunnaveiðum.

Loðnubresturinn í vetur var mikið áfall

Loðnu verður leitað í september og október og vonast menn eftir jákvæðum fréttum þó svo að fyrstu vísbendingar um veiðiárganginn í vetur hafi ekki lofað miklu.

„Loðnubresturinn í vetur var mikið áfall fyrir greinina og verði niðurstöður loðnuleitar neikvæðar trúi ég samt ekki öðru en stjórnmálamenn leyfi veiðar á 100-150 þúsund tonnum af loðnu. Það hefði verulega neikvæð áhrif fyrir þennan markað ef menn ákveða núll-veiði tvö ár í röð. Með lágmarkskvóta geta menn sinnt hrognamarkaðnum og aðrir heilfrystimarkaðanum eftir atvikum. Annars verður hætta á að enginn markaður verði fyrir loðnuafurðir,“ segir Benedikt.

Eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöðinni

Benedikt flutti frá Keflavík til Eskifjarðar að loknu námi í Fiskvinnsluskólanum og hóf störf sem eftirlitsmaður í frystihúsum innan vébanda Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna vorið 1978. Haustið 1979 hóf hann störf sem aðstoðarverkstjóri í frystihúsi Hraðfrystihúss Eskifjarðar og 1. október næstkomandi fagnar hann því 40 ára starfsafmæli á Eskifirði.

Þá gerði fyrirtækið m.a. út tvo togara, Hólmanes og Hólmatind, og rak öflugt frystihús og óhætt er að segja að á fjórum áratugum hafi margt breyst hjá Eskju. Benedikt hefur starfað sem verkstjóri og framleiðslustjóri og um tíma var hann jafnframt yfirmaður rækjuverksmiðjunnar á Eskifirði. Hann var útgerðarstjóri í um 10 ár frá 2008 til 2017 og síðustu tvö ár hefur hann verið yfirmaður landvinnslu Eskju.

Skuttogarinn Hólmanes var smíðaður í Vigo á Spáni.
Skuttogarinn Hólmanes var smíðaður í Vigo á Spáni. Hafþór Hreiðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »