Sáttur við aflann þrátt fyrir snarvitlaust veður

Akurey AK kemur til hafnar.
Akurey AK kemur til hafnar. Ljósmynd/HB Grandi

Ísfisktogarinn Akurey AK kom til Reykjavíkur í nótt og fer aftur á miðin síðdegis á morgun.

„Ég er nokkuð sáttur við aflabrögðin í þessum fyrsta túr ársins. Veðrið var reyndar lengst af snarvitlaust en það dúraði á milli og þá gátum við verið að veiðum,“ segir Magnús Kristjánsson sem var skipstjóri í þessari fyrstu veiðiferð ársins, að því er segir í tilkynningu frá Brimi.

„Við vorum á Vestfjarðamiðum í veiðiferðinni. Við fórum lengst austur í Þverál en þar var aflinn aðallega þorskur. Mér finnst þorskurinn þar vera frekar smár og við fórum úr Þverálnum á Halamið,“ bætir hann við.

„Því miður virðist þorskurinn ekki vera mættur af neinum krafti á miðin en við náðum þó að kroppa upp nokkuð af þorski og ufsa í bland. Við enduðum veiðar svo í Víkurálnum en þar var góð gullkarfaveiði og eins fengum við þorsk og ufsa,“ segir Magnús.

Hann nefnir að lítið hafi orðið vart við loðnu í túrnum, hvorki sem fæðu fisks eins og þorsks né ánetjaða í trollinu.

Heildaraflinn náði 135 tonnum þrátt fyrir leiðinlegt veður.

„Versta veðrið skall á okkur á heimleiðinni í gær. Það voru um 25 til 30 metrar á sekúndu að vestan þegar við komum inn á Faxaflóann og heimsiglingin reyndist frekar erfið,“ segir Magnús í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,74 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,18 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,74 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,18 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »