Tímabært að huga að nýrri stórskipahöfn

Hafnarstjórinn, Lúðvík Geirsson, í Hafnarfirði segir höfnina í stakk búna …
Hafnarstjórinn, Lúðvík Geirsson, í Hafnarfirði segir höfnina í stakk búna fyrir talsverða uppbyggingu á komandi árum. Rax / Ragnar Axelsson

Rekstur Hafnarfjarðarhafnar hefur gengið vel undanfarin ár og gert er ráð fyrir um 230 milljóna rekstrarafkomu á þessu ári þrátt fyrir hækkun afskrifta fastafjármuna frá árinu 2019. Framundan eru framkvæmdir af ýmsum toga, s.s. undirbúningur fyrir öflugri raftengingu skipa á Suðurbakka og endurbætur á Norðurgarði, auk þess sem búið verður í haginn fyrir töluverðar breytingar á hafnarsvæðinu á komandi árum.

Lúðvík Geirsson er hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar og segir hann höfnina vel í stakk búna til að ráðast í frekari uppbyggingu enda næstum búið að greiða upp að fullu skuldir sem stofnað var til þegar hafnarsvæðið var stækkað fyrir um tveimur áratugum. Lúðvík hefur verið viðloðandi starfsemi hafnarinnar allt frá miðjum 9. áratugnum sem fulltrúi í hafnarstjórn, sem bæjarstjóri og hafnarstjóri og hefur átt stóran þátt í þeim breytingum sem orðið hafa á hafnarsvæðinu undanfarna þrjá áratugi. Munaði þar mest um stækkum hafnarinnar rétt eftir aldamót með miklum landfyllingum sem bættu um 24 hekturum við hafnarsvæðið.

Trefjar við Óseyrarbraut er eitt fjölmargra fyrirtækja í Hafnarfirði
Trefjar við Óseyrarbraut er eitt fjölmargra fyrirtækja í Hafnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Nú hefur öllu þessu viðbótarrými verið ráðstafað og athafnasvæði fyrirtækjanna við Hafnarfjarðarhöfn orðið tvöfalt stærra en það var. Fjölmörg öflug fyrirtæki eru þar með aðstöðu, s.s. Atlantsolía, Köfunarþjónustan, Trefjar, Ísfell, Hlaðabær Colas auk flotkvía VOOV. Þá mun Hafrannsóknastofnun á næstunni flytja alla starfsemi sína til Hafnarfjarðarhafnar og verður þar með skrifstofur sínar og rannsóknarstofur, og tvö hafrannsóknaskip við nýjan hafnarbakka sem er verið að ljúka við framan við nýju höfuðstöðvarnar.

Farþegaskipin setja svip á bæjarlífið

Lúðvík segir sérstöðu Hafnarfjarðarhafnar m.a. felast í því að þar er góð þjónusta í boði fyrir úthafstogara. „Hingað sækja mikið grænlenskir og rússneskir togarar, norskir og jafnvel spænskir, en einnig er aðstaða góð fyrir flutninga á lausavöru á borð við möl, sand, olíu, salt, asfalt og brotajárn,“ útskýrir hann en auk hafnarsvæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar heyrir höfnin við álverið í Straumsvík einnig undir Hafnarfjarðarhöfn.

Meðalstór farþegaskip sækja í Hafnarfjarðarhöfn og eru þau ágætis tekjulind fyrir höfnina auk þess að vera áberandi fremst á hafnarsvæðinu. „Þetta eru skip sem eru kannski með upp undir 500 farþega og setur skemmtilegan svip á bæjarlífið þegar þau liggja við bryggju mjög innarlega í höfninni. Eigum við von á um 30 skemmtiferðaskipum á komandi sumri.“

Úr kílóvöttum í megavött

Eins og fyrr var getið er stefnt að því að bæta raftengingar í Hafnarfjarðarhöfn og segir Lúðvík að þar þurfi allir að leggjast á eitt. Hann segir Hafnarfjarðarhöfn þegar geta boðið skipum og bátum upp á rafsamband en skipin fari stækkandi og þurfi æ meiri straum. „Farþegaskip, vöruflutningaskip og togarar með frystibúnaði þurfa miklu meira rafmagn en núverandi landtengingarkerfi ræður við, og þurfa afl sem mælist í megavöttum frekar en kílóvöttum,“ útskýrir Lúðvík og bendir á að bæði loft- og hljóðmengunarkröfur kalli á að hafnir landsins tryggi gott aðgengi að rafmagni.

Horft yfir höfnina.
Horft yfir höfnina. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hafnarfjarðarhöfn, Faxaflóahafnir og Akureyrarhöfn eiga núna í samstarfi um að bæta tengingarnar í þessum stærstu höfnum landsins. Þetta verkefni kallar á samvinnu fjölda aðila því bæði þurfa hafnirnar að koma upp tengibúnaði en skipin sömuleiðis að vera rétt tækjum búin til að nýta tenginguna, og vitaskuld verða orkufyrirtækin að geta útvegað nægilega mikla raforku inn á hafnarsvæðið. Eins er eðlileg aðkoma ríkisvaldsins með stuðningi eða styrkjum enda rafvæðing hafnanna mikilvægur liður í aðgerðum gegn kolefnislosun.“

Gaman verður að fylgjast með þróun Hafnarfjarðarhafnar á komandi árum og misserum en fyrir tveimur árum var haldin samkeppni um breytt skipulag hafnarsvæðisins. Tvær tillögur voru valdar til frekari útfærslu; önnur frá Svíþjóð og hin frá Hollandi, og miða þær að því að flétta betur saman mannlífið í miðbæ Hafnarfjarðar og atvinnustarfsemina á hafnarsvæðinu. „Unnið hefur verið að þessu breytta skipulagi innan stjórnkerfisins og í nánu samstarfi við bæjarbúa með fjórum íbúafundum,“ segir Lúðvík. „Vinna við gerð rammaskipulags fyrir þetta hafnarsvæði sem nær yfir Fornubúðir, Óseyri og Flensborgarhöfn út undir Vesturhamar við Fjörukrána og verður væntanlega kláruð á allra næstu vikum.“

Lúðvík lýsir vinningstillögunum þannig að þær opni hafnarsvæðið betur að miðbænum en taki um leið tillit til þess að ákveðin svæði verða að vera lokuð vinnusvæði. „Smábátahöfnin verður stækkuð og aðstaða siglingaklúbbsins bætt, og á hafnarsvæðið eftir að þróast með þeim hætti að verða sambland af útivistarsvæði og menningasvæði með veitingasölu og aðstöðu fyrir bæði skemmtibáta og smærri útgerðir.“

Hafnarmál hluti af samgöngumálum

Aðspurður hvort einhver hætta sé á að mannlífið við höfnina og íbúðabyggð á svæðinu fari að þrengja að atvinnustarfseminni reiknar Lúðvík ekki með öðru en að fjölbreytt starfsemi muni áfram geta þrifist á svæðinu. Hann segir þó orðið tímabært að huga að framtíðarþróun hafnarmála á Faxaflóasvæðinu og væntanlegri nýrri stórskipahöfn. „Undanfarin ár hefur umræðan um samgöngur einblínt á flugsamgöngur og uppbyggingu þjóðvegakerfisins en hafnirnar þurfa líka að vera hluti af umræðunni. Þegar má sjá merki þess að tekið sé að þrengja að Sundahöfn og áhugaverðar hugmyndir eru á lofti um uppbyggingu nýrra hafnarsvæða s.s. á Grundartanga eða vestan við Straumsvík. Er um að ræða verkefni sem helst þyrftu að hafa nokkurra áratuga aðdraganda og kominn tími á að marka stefnu um framhaldið.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.20 440,62 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.20 345,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.20 312,67 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.20 302,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.20 119,15 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.20 153,88 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.20 204,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.20 Sigurður Ólafsson SF-044 Humarvarpa
Humar / Leturhumar 91 kg
Samtals 91 kg
30.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 24.883 kg
Skarkoli 1.476 kg
Ýsa 74 kg
Sandkoli 20 kg
Ufsi 10 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 26.468 kg
30.9.20 Áskell ÞH-048 Botnvarpa
Þorskur 11.305 kg
Samtals 11.305 kg
30.9.20 Neisti HU-005 Þorskfisknet
Þorskur 492 kg
Skarkoli 2 kg
Langa 2 kg
Samtals 496 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.20 440,62 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.20 345,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.20 312,67 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.20 302,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.20 119,15 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.20 153,88 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.20 204,89 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.20 Sigurður Ólafsson SF-044 Humarvarpa
Humar / Leturhumar 91 kg
Samtals 91 kg
30.9.20 Rifsari SH-070 Dragnót
Þorskur 24.883 kg
Skarkoli 1.476 kg
Ýsa 74 kg
Sandkoli 20 kg
Ufsi 10 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 26.468 kg
30.9.20 Áskell ÞH-048 Botnvarpa
Þorskur 11.305 kg
Samtals 11.305 kg
30.9.20 Neisti HU-005 Þorskfisknet
Þorskur 492 kg
Skarkoli 2 kg
Langa 2 kg
Samtals 496 kg

Skoða allar landanir »