Þorskur undir merkjum Báru vann Vitann

Liðið skipuðu þau Anton Björn Sigmarsson, nemi í hátækniverkfræði, Zoë …
Liðið skipuðu þau Anton Björn Sigmarsson, nemi í hátækniverkfræði, Zoë Vala Sands, nemi í MPM-námi í verkefnastjórnun, Brynja Dagmar Jakobsdóttir, nemi í tölvunarfræði og fjármálaverkfræði, Kristín Sóley K. Ingvarsdóttir, nemi í tölvunarfræði og hátækniverkfræði. Ljósmynd/HR

Sigurlið Vitans (áður Hnakkaþon), hugmyndakeppni sjávarútvegsins, sem fór fram um liðna helgi, leggur til að Brim leggi áherslu á sjálfbærni íslenskra fiskveiða í markaðssetningu á íslenskum þorski í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík.

Í sigurtillögunum er lagt til að lögð verði áhersla á markaðssetningu til ungra og vel stæðra kvenna í Maine og Massachusetts, undir vörumerkinu Bára, enda sýni rannsóknir að konur taki ákvarðanir um kaup á neytendavörum í 85% tilfella. „Við erum svakalega ánægð með þetta og lögðum mikið á okkur,“ segir Anton Björn Sigmarsson, nemi í hátækniverkfræði og einn liðsmanna sigurliðsins, í samtali við 200 mílur.

Anton Björn útskýrir að áskorunin hafi falist í að markaðssetja fisk Brims í Bandaríkjunum. „Tillaga okkar var að finna markhóp sem Brim gæti nýtt sér sem byrjunarpunkt í frekari markaðskönnunum á bandaríska markaðnum, sem einkennist af mikilli samkeppni og tiltölulega lítilli hágæðafiskmenningu. Frumrannsóknir okkar bentu til þess að besti markhópurinn væri konur undir fertugu, í sambandi, með áhuga á sjálfbærni og auðveldum hollum uppskriftum. [Einnig] kom fram að konur hafa 85% neytendavalds á bandarískum markaði og eru líklegri til þess að fjárfesta í sjálfbærari vörum og þarf okkar vara því að höfða til þeirra. Við bjuggum til vörumerki og pakkningu sem við töldum höfða til þessa markhóps.“

Einnig lagði liðið til notkun tölvusjónar og gervigreindar til þess að auka sjálfbærni hjá íslenskum útgerðum. Með tækninni er hægt að vita nákvæmlega fjölda fiska í trolli hverju sinni og sjá til þess að orkunotkun sé hagkvæm miðað við magn fisks í trollinu.

Dómnefndina skipuðu Ari K. Jónsson, rektor HR, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, Magnús Þorlákur Lúðvíksson, forstöðumaður viðskiptaþróunar Icelandair, og Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »