„Valmundur velkominn austur í Neskaupstað“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í ræðu sinni í …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í ræðu sinni í dag að ekki ríki traust milli sjómanna og útgerðaraðila. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langt verkfall sjómanna í síðustu kjaradeilu þeirra og útgerðarfyrirtækja skýrðist að hluta vegna skorts á trausti. Bæði milli fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna og milli útgerðarmanna og sjómannanna sjálfra, sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í ræðu sinni á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Sjóminjasafninu í dag um gagnsæi í greininni.

Umbætur hafa verið að hluta til frá síðustu kjaradeilu, að mati Valmundar. Deilur um verðmyndun, sérstaklega á verði á uppsjávarfiski, eru áratuga langar. […] Sérstaklega vegna þess að vinir okkar, Færeyingar og Norðmenn, greiða mun hærra verð fyrir uppsjávarfiskinn heldur en gert er á Íslandi þó þeir séu að veiða úr sömu torfunni. Auk þess virðist íslensk vinnsla geta greitt erlendum skipum sem selja þeim afla, úr sömu torfu sem við erum að veiða úr, hærra verð og í sumum tilvikum miklu hærra.“

Ekki ófærir um að ræða við starfsmenn

Telur Valmundur þessi fyrrnefndu viðskipti ekki til þess fallin að stuðla að betri samskiptum. Vildi hann meina að útgerðin ráði verð á uppsjávarfiski „nánast einhliða.“ Þá sé jafnframt óeðlilegt að sjómenn semji um verð við vinnuveitenda sinn og er hægt að bæta úr því með því að stéttarfélögum verði falið að semja fyrir félagsmenn sína, að mati formannsins.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, svaraði þessum athugasemdum Valmundar og sagði að það væri af og frá í tilfelli Síldarvinnslunnar að sjómenn fengu ekki þær upplýsingar sem liggja að baki verðs. Auk þess væri það ekki svo að útgerðarmenn væru ófærir um að ræða við starfsmenn sína.

„Það hafa verið deilur um fiskverð eins lengi og elstu menn muna enda er verð til grundvallar launa sjómanna,“ sagði Gunnþór sem sagðist telja mikilvægt að kynna þurfi hlutverk Verðlagsstofu og athuga hvort hægt sé að veita frekari upplýsingar um hvernig verð eru mynduð. Minnti hann á að mjög strangar reglur gilda um milliverðlagningu og þegar um er að ræða milli landa eiga lög beggja landa við.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sjálfur held ég fundi mjög reglulega með mínu starfsfólki. Ég fer um borð í skipin og sýni mönnum hvað sé í gangi á mörkuðum. Ég sýni þeim hvernig ég reikna út verð. Þeir koma inn á skrifstofu til mín og fá þessi gögn. En kannski er ég svo ofboðslega grimmilegur að þeir segi bara já og amen, ég held það sé nú ekki þannig. […] Ef menn vilja fá nýja aðila að því [að skoða gögn]. Þá er Valmundur velkominn austur í Neskaupstað á skrifstofu Síldarvinnslunnar með alla þá menn sem hann vill til að skoða gögn Síldarvinnslunnar,“ sagði Gunnþór.

Hið opinbera taki að sér vigtun

Þá ræddi Valmundur einnig þann vanda sem Fiskistofa hefur bent á að veruleg frávik hafa verið milli vigtunar þegar hún fer fram undir eftirliti og þegar hún er ekki undir slíku eftirliti. Benti hann einnig á vanda sem fylgir því að mismunandi vigtunaraðferðir séu notaðar og að mismunandi reglur virðast gilda um framkvæmd vigtunar sem elur á tortryggni og skapar efasemdir um það að aðilar fái rétt verðmæti í sinn hlut.

Lagði hann til að öll heimavigtunar- og endurvigtunarleyfi verði gerð ógild og hætt verði að gefa þau út. Jafnframt telur Valmundur rétta að sett verður föst ísprósenta og að opinberir aðilar taki að sér alla vigtun á sjávarfangi auk þess ætti að fjárfesta í sjálfvirkum vigtunarbúnaði.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.20 281,78 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.20 344,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.20 292,91 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.20 307,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.20 97,98 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.20 124,53 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.20 213,87 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 10.327 kg
Ýsa 1.620 kg
Samtals 11.947 kg
28.3.20 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Ýsa 974 kg
Samtals 974 kg
28.3.20 Sæljón NS-019 Grásleppunet
Grásleppa 1.071 kg
Þorskur 87 kg
Rauðmagi 19 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 1.195 kg
28.3.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
28.3.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.226 kg
Samtals 1.226 kg

Skoða allar landanir »