Bjarni og Árni verði 351 daga á sjó á þessu ári

Gert er ráð fyrir að Bjarni Sæmundsson muni eiga 155 …
Gert er ráð fyrir að Bjarni Sæmundsson muni eiga 155 úthaldsdaga á þessu ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Að meðaltali voru úthaldsdagar rannsóknaskip á vegum Hafrannsóknastofnunar 814 á árunum 2000 til 2019.Flestir voru úthaldsdagar skipanna árið 2003 þegar þeir voru 1.250 og fæstir árið 2014 þegar þeir voru 566 eða 55% færri en þegar mest var.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, við fyrrispurn Bjarna Jónssonar, varaþingmanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, og birt hefur verið á vef Alþingis.

Þar segir að úthaldsdagar hafi í fyrra verið 734 og 799 árið 2018. Þá sé gert ráð fyrir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson verði með 196 daga á þessu ári og í tilfelli Bjarna Sæmundssonar er gert ráð fyrir að dagarnir verði 155 á árinu. Samtals eru þetta 351 dagur og er það sagt svipaður fjöldi og undanfarin ár. Við bætast dagar annarra skipa en bent er á að ekki liggur fyrir áætlaður fjölda daga í þeim flokki þar sem fjöldinn er gerður upp í lok árs.

Stöðugildum fjölgaði

Fram kemur í svarinu að 191,9 stöðugildi voru hjá Hafrannsóknastofnun árið 2018, þar af voru 129,7 hjá rannsóknasviði, 42,4 vegna útgerð skipa og 19,8 í stoðþjónustu. Árið 2017 voru stöðugildin 185,6 og 162,4 árið 2016. Fjölgaði stöðugildum því um 18% á tímabilinu. Ekki kemur fram í svarinu stöðugildi árið 2019 þrátt fyrir að beðið er um það í fyrirspurn Bjarna.

Starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar fjölgaði um 18% árin 2016 til 2018.
Starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar fjölgaði um 18% árin 2016 til 2018. mbl.is/Golli

Áætluð framlög til stofnunarinnar eru 4,2 milljarðar á árinu. Þar ef fara 2,5 milljarðar í rannsóknir, 1,2 milljarðar í útgerð rannsóknaskipa og 453 milljónir í stoðþjónustu.

„Fjárframlög til hafrannsókna aukast verulega samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020. Munar þar mest um 600 millj. kr. framlag til smíða á nýju hafrannsóknaskipi sem mun valda straumhvörfum í starfi Hafrannsóknastofnunar þegar þar að kemur. Hefur þá þegar verið varið 900 millj. kr. í þetta verkefni, en gert er ráð fyrir áframhaldandi framlögum til ársins 2022,“ segir í svari ráðherrans.

Bætt tekjutap

Bent er á að Hafrannsóknastofnun fái einni sérstaka viðbótarfjárveitingu vegna loðnurannsókna og mun hún vera greidd árlega og nemur hún 165 milljónum króna árin 2018 til 2022.

„Á undanförnum árum hefur Hafrannsóknastofnun verið mjög háð framlögum úr verkefnasjóði sjávarútvegsins, en tekjur sjóðsins eru sveiflukenndar og hafa minnkað mikið síðustu ár. Árið 2019 var stofnuninni bætt tekjutap úr sjóðnum með 250 millj. kr. framlagi, en með fjárlögum fyrir árið 2020 er sú upphæð hækkuð í 400 millj. kr. og stofnunin þar með losuð undan því að vera háð breytilegum framlögum úr sjóðnum. Þá er á fjárlögum í ár veitt tímabundið 150 millj. kr. framlag til að efla stofnunina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »