Risavaxin sjókví á leið til Noregs

Stærsta sjókví í heimi á leið til Noregs frá Kína. …
Stærsta sjókví í heimi á leið til Noregs frá Kína. Hún er hugsuð undir úthafseldi í Norður-Noregi fyrir Nordlaks og getur haldið tíföldu magn af laxi miðað við hefðbundnar sjókvíar. Ljósmynd/Nordlaks

Stærsta sjókví sem smíðuð hefur verið er nú við strendur Namibíu á leið sinni frá skipasmíðastöð í Yantai í Kína til Hadseløya í Norður-Noregi. Sjókvíin, sem er í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Nordlaks, nefnist „Havfarmen“, vegur um 33 þúsund tonn, er 385 metra löng og 59 metrar að breidd. Þetta risavaxna mannvirki á að nýta undir úthafseldi á laxi.

Fram kemur í umfjöllun norska ríkisútvarpsins NRK að kostnaður við smíðina sé yfir milljarði norskra króna, eða yfir 14,4 milljörðum íslenskra króna. Þá mun Havfarmen geta haldið um tíu þúsund tonnum af eldislaxi, en hefðbundnar kvíar halda aðeins 750 til 1.000 tonnum af laxi.

Miðað við meðalverð á eldislaxi á mörkuðum í síðustu viku, 55,35 norskar krónur á kíló, mun heildarverðmæti þess lax sem er í kvínni á hverjum tíma nema 553,5 milljónum norskra króna jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna.

Havfarmen sjósett.
Havfarmen sjósett. Ljósmynd/Nordlaks

Um er að ræða fyrri risasjókví Nordlaks af tveimur og hefur hún verið á leið til Noregs síðan 9. apríl. Sagt er frá því á vef fyrirtækisins að 8. maí hafi verið byrjað að leggja sjö kílómetra rafstreng sem eigi að veita eldisstöðinni rafmagn. Um 30 til 40 koma að því verkefni, en rafstrengurinn vegur um 90 tonn.

Umfangsmiklir flutningar

Verkefnið hefur verið í undirbúningi í fleiri ár, en árið 2017 voru samþykkt áform fyrirtækisins um tvær eldisstöðvar af þessum toga frá sjávarútvegsráðuneytinu í Noregi. Búist er við að Havfarmen komi á áfangastað í sumar en óljóst er hvenær starfsemi mun hefjast.

Það er sérhannaða flutningaskipið Boka Vanguard sem flytur mannvirkið milli heimshornanna, en skipið er það stærsta sem til er af sinni gerð.

Thomas Myhre, sölu- og markaðsstjóri hjá NSK Ship Design, segir í samtali við NRK að ekkert mannvirki til hafs hafi verið byggt sem er lengra en Havfarmen. „Havfarmen er einstakt. Þetta er stærsta mannvirki sem flutningsakip hefur nokkru sinni flutt.“

Stærðin sést glögglega.
Stærðin sést glögglega. Ljósmynd/Nordlaks
Ljósmynd/Nordlaks
Það er talsvert umstang að sigla með smíðina frá Kína …
Það er talsvert umstang að sigla með smíðina frá Kína til Noregs. Ljósmynd/Nordlaks
Ljósmynd/Nordlaks
Sjókvíin mun halda 10.000 tonnum af laxi.
Sjókvíin mun halda 10.000 tonnum af laxi. Ljósmynd/Nordlaks
Ljósmynd/Nordlaks
Smíðin kostaði um 15 milljarða íslenskra króna.
Smíðin kostaði um 15 milljarða íslenskra króna. Ljósmynd/Nordlaks








mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »