Flotinn með 6% minni heildarafla í júlí

Íslenski fiskiskipaflotinn kom með minni afla að landi í júlí …
Íslenski fiskiskipaflotinn kom með minni afla að landi í júlí en í sama mánuði í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarafli íslenskra fiskiskipa nam rétt tæplega 90 þúsund tonnum í júlí 2020 sem er 6% minni afli en í júlí 2019 þegar heildarafli flotans var 95 þúsund tonn, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þá var aflaverðmæti í júlí, metið á föstu verðlagi, 14% minna en í júlí í fyrra.

Fram kemur að botnfiskaflinn hafi í júlí verið rétt rúmlega 31 þúsund tonn en var rúmlega 38 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra og nemur því samdrátturinn 18%. Samdrátturinn var 6% í þorski, 18% í ýsu, 42% í ufsa og 32% í karfa.

Uppsjávarafli var tæplega 56 þúsund tonn sem er 4% meiri afli en í júlí 2019. Makríll er þar stærsta tegundin og var aflinn 40 þúsund tonn, sem er 5% minna en á sama mánuði í fyrra. Ámóti kemur að 88% meiri síld fékkst í júlí og nam aflinn tæplega fimmtán þúsund tonnum.

Tólf mánaða afli 8% minni

Flatfiskafli var um 2.200 tonn sem er 17% aukning miðað við fyrra ár en mikill samdráttur var í skel- og krabbadýraafla í júlí sem var rétt tæp 400 kíló en 1.533 kílóum var landað í júlí 2019.

Ef litið er til 12 mánaða tímabils, frá ágúst 2019 til júlí 2020, var heildaraflinn tæplega 994 þúsund tonn sem er 8% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »