Heildarafli 9% meiri í september

Heildarafli íslenskra fiskiskipa jókst um 9% í september en verð …
Heildarafli íslenskra fiskiskipa jókst um 9% í september en verð lækkaði um 3,4% í sama mánuði borði saman við stöðuna í september í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Afli íslenskra fiskiskipa nam rúmlega 119 þúsund tonnum í september og er það 9% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Hins vegar var verðmæti aflans 3,4% minna í mánuðinum í ár en árið 2019, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Í september var botnfiskaflinn rúmlega 35 þúsund tonn sem er um 1% minna en í sama mánuði 2019. Samdráttur í þorskafla var um 900 tonn en hann nam ríflega 20 þúsund tonnum. Ýsuaflinn jókst talsvert og nam hann 5.759 tonnum sem er 33% meira en í sama mánuði í fyrra. Þá varð 25% samdráttur í ufsa og 1% samdráttur í karfa.

Betra er með uppsjávaraflann en hann var um 80 þúsund tonn í september þessa árs ámóti 69 þúsund tonnum í september 2019, nemur því aukningin 17%. Megnið af aflanum var síld, eða tæplega 62 þúsund tonn, og jókst síldaraflinn um 23%. Makrílaflinn dróst saman um 3% og nam ríflega 17 þúsund tonnum.

Fram kemur í tölum stofnunarinnar að heildarafli flotans á tólf mánaða tímabili, október 2019 til september 2020, hafi verið 1.021 þúsund tonn sem er 6% minna en á sama tímabili á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,74 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,18 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,74 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,18 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,36 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »