„Það hefur verið hörkugangur í þessu“

Kolmunnaveiðin fer vel af stað og segir skipstjórinn á Beiti …
Kolmunnaveiðin fer vel af stað og segir skipstjórinn á Beiti nýtt troll frá Hampiðjunni svínvirka. Hann segir skipið fá meiri afla í hverju holi á styttri tíma. Ljósmynd/Smári Geirsson

Vel gengur á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum og hafa skipin Bjarni Ólafsson AK, Beitir NK og Börkur NK verið á miðunum að undanförnu. Nú er Bjarni Ólafsson er á landleið með fullfermi og er stutt í að Beitir og Börkur ná að fylla.

„Við erum með fullfermi eða 1810 tonn en veiðin hófst 5. janúar sl. Aflinn fékkst í sjö holum en það er mjög lengi dregið eða frá 18 tímum og upp í 32. Stærsta holið okkar var 505 tonn en það minnsta 130,“ er haft eftir Runólfi Runólfssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni, á vef Síldarvinnslunnar.

Runólfur Runólfsson skipstjóri
Runólfur Runólfsson skipstjóri Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

„Veiðin fer fram í færeysku lögsögunni alveg við skosku línuna. Það hefur verið töluverður straumur en veiðin hefur engu að síður gengið þokkalega. Það er spurning hve lengi er unnt að veiða þarna því fiskurinn er að ganga suðureftir og hann spáir ekki vel. Það fer brátt að bræla og síðan verður vart veiðiveður fyrr en um miðja næstu viku,“ segir Runólfur.

Nýtt troll svínvirkar

Þá kveðst Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, ánægður með gang veiða. „Við erum komnir með tæp 3000 tonn og erum væntanlega á okkar síðasta holi. Það hefur verið hörkugangur í þessu,“ segir hann.

Tóm­as Kára­son, skip­stjóri Beit­is NK.
Tóm­as Kára­son, skip­stjóri Beit­is NK. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Við erum með nýtt troll frá Hampiðjunni og það virðist svínvirka. Aflinn hjá okkur hefur gjarnan verið töluvert meiri en hjá öðrum þrátt fyrir að við höfum dregið í styttri tíma. Við höfum verið að draga frá 6 tímum og upp í 24 og fengum til dæmis mjög gott hol eftir 12 tíma. Við erum nú á okkar ellefta holi og síðan verður lagt af stað í land síðar í dag eða í kvöld með fullfermi,“ útskýrir Tómas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »