„Þetta er risatjón inn í framtíðina“

„Verksmiðjur með sérhæfingu og þekkingu á að áframvinna loðnu – …
„Verksmiðjur með sérhæfingu og þekkingu á að áframvinna loðnu – þessu verður öllu lokað á endanum og menn fara í eitthvað annað,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, spurður um fram fer sem horfir varðandi loðnuna. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Veruleg vonbrigði eru meðal loðnuútgerða yfir að ekki hafi fundist næg loðna til að Hafrannsóknastofnun sjái ástæðu til að auka útgefna ráðgjöf fyrir loðnu í kjölfar loðnuleiðangurs fimm skipa sem lauk á mánudag.

Ráðgjöf stofnunarinnar stendur því óbreytt í 22 þúsund tonnum og bendir allt til þess að aflamark í loðnu verði veitt erlendum skipum þar sem myndast hefur skuld við erlend ríki vegna alþjóðlegra skuldbindinga við önnur strandríki, svo sem með Smugusamningnum við Norðmenn.

„Það þarf ekkert að velta því fyrir sér, það er búið að eyðileggja þennan markað,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, spurður um áhrifin á markaðina fyrir loðnu og loðnuhrogn ef fer sem horfir. Hann segir markaðina algjörlega tóma eins og stendur. „Þetta er ekki bara tjón í ár. Þetta er risatjón inn í framtíðina.“

Matvælaframleiðendur leiti á önnur mið

Hann segir stöðuna sérstaklega slæma ef loðnan dettur alfarið af markaði því þá munu framleiðendur aðlaga sig breyttum aðstæðum og með því að fjárfesta í annarri matvælaframleiðslu. „Verksmiðjur með sérhæfingu og þekkingu á að áframvinna loðnu – þessu verður öllu lokað á endanum og menn fara í eitthvað annað.“

Ef loðna kemur aftur á markað síðar telur Binni ekki líklegt að framleiðendur grípi til kostnaðarsamra fjárfestinga í þeim tilgangi að nýta loðnu á ný.

Loðnuvinnsla hjá Skinney-Þinganes.
Loðnuvinnsla hjá Skinney-Þinganes. Ljósmynd/Hallveig Karlsdóttir

„Stóra málið er að það er engin önnur vara í staðinn. Það er engin loðna frá öðrum heimshluta í boði, frá Noregi eða Kanada. Loðnan fer bara út. Ég hugsa að við á Íslandi séum með um 90% af heimsframleiðslu á loðnu, loðnuhrognum og loðnuafurðum,“ útskýrir hann og segir gríðarlega erfitt að koma vörunni á markað aftur. Í húfi séu miklar tekjur fyrir íslenskt þjóðarbú.

Þá hefur markaðsstöðu loðnuafurða verið bjargað af kórónuveirufaraldrinum þar sem lokun veitingahúsa og hótela hefur dregið úr eftirspurn. Þetta hefur gert seljendum kleift að varðveita tveggja ára gamlar birgðir sem seljast hægt og á háu verði. Birgðastaðan er samt sífellt að versna og bendir flest til þess að birgðirnar klárist á þessu ári.

Binni kveðst sannfærður um að loðnu sé að finna í sjónum umhverfis Ísland. „Það ungviði sem þeir mældu er ekki týnt. Það er ekki allt saman dautt,“ segir hann og vísar til þess að töluvert af ungloðnu fannst við stofnmælingu loðnu haustið 2019 og voru síðast í haust vísbendingar um að á vertíðinni yrði ráðgjöf 170 þúsund tonn. „Loðnan finnst, hún er þarna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 335,52 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,40 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,47 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 169,22 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 175,93 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Áki Í Brekku SU-760 Lína
Þorskur 4.939 kg
Samtals 4.939 kg
19.1.21 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 2.006 kg
Þorskur 1.674 kg
Samtals 3.680 kg
19.1.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 4.846 kg
Ýsa 210 kg
Samtals 5.056 kg
19.1.21 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 25.220 kg
Ufsi 24.909 kg
Þorskur 7.540 kg
Karfi / Gullkarfi 1.861 kg
Lúða 126 kg
Samtals 59.656 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 335,52 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,40 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,47 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 169,22 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 175,93 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Áki Í Brekku SU-760 Lína
Þorskur 4.939 kg
Samtals 4.939 kg
19.1.21 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 2.006 kg
Þorskur 1.674 kg
Samtals 3.680 kg
19.1.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 4.846 kg
Ýsa 210 kg
Samtals 5.056 kg
19.1.21 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 25.220 kg
Ufsi 24.909 kg
Þorskur 7.540 kg
Karfi / Gullkarfi 1.861 kg
Lúða 126 kg
Samtals 59.656 kg

Skoða allar landanir »