„Líktist jólagrís“

Jonas Olafsen frá Hamarøy í Nordland með lönguna hrikalegu sem …
Jonas Olafsen frá Hamarøy í Nordland með lönguna hrikalegu sem þeir bræður drógu úti fyrir Værøy í Lófóten þar sem þeir tóku þátt í hinu árlega „skreifiske“ þar um slóðir. Olafsen er iðinn við að birta myndir og umfjöllun um lífið á sjónum á samfélagsmiðlum og fylgjast þrjár milljónir notenda í öllum heimshornum með störfum þeirra bræðra. Ljósmynd/Úr einkasafni

Bræðurnir Jonas og Elias Olafsen drógu óvæntan feng úr greipum ægis þar sem þeir voru við þorskveiðar úti fyrir Værøy í Lófóten í Noregi í síðustu viku þar sem hið árlega „skreifiske“ stendur nú sem hæst, sjóstangveiðar til höfuðs hinum stórvaxna barentshafsþorski sem Norðmenn kalla skrei.

Fimmtudagsmorgunninn síðasti byrjaði eins og dagarnir á undan hjá bræðrunum sem eru frá Hamarøy í Nordland-fylki. Þeir risu úr rekkju, sigldu á haf út og gerðu veiðarfæri sín klár fyrir feng dagsins.

Það sem beit á hjá þeim árla dags var hins vegar enginn þorskur. „Fyrst sá ég ekki hvað þetta var, hann var svo stór og útblásinn vegna þrýstingsmunarins,“ segir Jonas Olafsen frá. „Þetta líktist jólagrís og stærðin var slík að við rétt náðum að landa fiskinum,“ segir hann af feng þeirra bræðra.

Þar reyndist þó enginn grís á ferð, sem hefði þó engu að síður verið efni í stórfréttir, heldur risastór langa, 180 sentimetra löng og 42 kílógrömm, nokkuð sem Olafsen kveður mjög óvenjulegt þegar þessi tegund eigi í hlut. Hann birti mynd af löngunni á samfélagsmiðlinum Tik Tok og höfðu milljónir notenda virt dýrið fyrir sér örfáum dögum síðar, en Olafsen er iðinn við að birta myndir frá starfi sínu og segja af því hvernig fiskast og fylgjast þrjár milljónir samfélagsmiðlanotenda um gervallan heim með ævintýrum bræðranna.

Margir hafa hvorki séð lúðu né hákarl

„Það jaðrar við skelfingu hve lítið fólk veit um hafið,“ segir Olafsen, en þeir bræður eru vanir sæfarar þrátt fyrir að vera aðeins um tvítugt. „Ég á vini sem vita varla hvað þorskur er,“ segir hann hneykslaður við norska ríkisútvarpið NRK en það var vefmiðillinn BodøNu sem fyrst greindi frá löngunni hrikalegu.

„Ég hef gaman af því að sýna fólki hvað við erum að gera og ég tek eftir því að fólk flest veit ekkert út á hvað sjómannslífið gengur,“ segir sæfarinn ungi. „Margir hafa ekki einu sinni séð lúðu eða hákarl.“

Hann segir fylgjendur á lýðnetinu duglega að senda honum erindi, sumir segist þar eiga sér þann draum að starfa til sjós. „Við fáum oft fyrirspurnir frá vinum og kunningjum sem vilja prófa að koma með okkur út og það kemur fyrir að við tökum fólk með til að sýna því.“

Og áhugi á faginu er reyndar að aukast, hvort sem drifkrafturinn kemur frá bræðrunum Olafsen eða annars staðar frá. Glænýjar tölur norska menntamálaráðuneytisins sýna að fjöldi nemenda á sjávarútvegsbrautum norskra framhaldsskóla hefur tæplega tvöfaldast á skömmum tíma svo hver veit nema brátt fækki í þeim hópi Norðmanna sem veit varla hvað þorskur er eða hefur hvorki séð lúðu né hákarl.

NRK

BodøNu (læst áskriftarsíða)

Regjeringen.no (fjölgar í útvegsfræðum)

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 110,72 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 110,72 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,02 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.279 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 3.319 kg
25.4.24 Þrasi VE 20 Handfæri
Þorskur 1.084 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.085 kg
25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg

Skoða allar landanir »