Stígur ölduna í lauginni

Steingrímur Þorvaldsson fyrrverandi Skipstjóri
Steingrímur Þorvaldsson fyrrverandi Skipstjóri mbl.is/Arnþór Birkisson

Fastagestir eru í öllum sundlaugum og Steingrímur Þorvaldsson, fyrrverandi skipstjóri, er í þeim hópi í Laugardalslaug. „Ég segi öllum að ég syndi á hverjum degi en stundum dettur úr dagur og dagur svo ætli ég syndi ekki fimm sinnum í viku að meðaltali,“ segir hann kankvís.

Þegar Steingrímur var á sjónum brá hann sér gjarnan í laugina á milli túra. „Ég synti alltaf í inniverum en aldrei eins mikið og oft og eftir að ég hætti á togurunum fyrir um 12 árum.“

Sóknin er stundum háð veðri, rétt eins og á sjónum. „Ég reyni að synda 500 metra í hvert sinn en stundum fer ég bara 300 metra.“ Um tveggja metra hái maðurinn þarf sitt pláss og því vill hann helst vera á „dauða“ tímanum í lauginni. „Það er rólegast um miðjan daginn og það hentar mér vel,“ segir hann, en þrjá morgna í viku fer hann í göngutúra með Korpúlfum, félagi eldri borgara í Grafarvogi. „Við leggjum af stað klukkan tíu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.“

Steingrímur naut veiðanna á Þorvaldi SH í áratug
Steingrímur naut veiðanna á Þorvaldi SH í áratug Ljósmynd/Aðsend

Allir á móti borgarlínunni

Steingrímur útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum við Lindargötu fyrir um 60 árum og hitti nokkra skólafélaga sína af því tilefni á dögunum. „Flesta þeirra hafði ég ekki séð í 60 ár, ekki einu sinni á förnum vegi, en þegar ég byrjaði að synda reglulega hitti ég nokkra þeirra fyrir tilviljun í lauginni og síðan höfum við fengið okkur kaffi saman eftir sundið. Við setjumst við borðið í anddyrinu um klukkan þrjú og förum yfir sviðið.“ Þessir skóla-, sund- og kaffifélagar eru Trausti Valsson skipulagsfræðingur, Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra, og Erlendur Magnússon, fyrrverandi forstjóri Samsölubakaríanna. „Við ræðum það sem er efst á baugi hverju sinni, skipulagsmálin hjá Trausta og borgarlínuna. Það eru allir á móti henni og því held ég svolítið með henni til þess að halda umræðunni gangandi.“

Skóla-, sund- og kaffifélagarnir Erlendur Magnússon, Hjálmar W. Hannesson, Steingrímur …
Skóla-, sund- og kaffifélagarnir Erlendur Magnússon, Hjálmar W. Hannesson, Steingrímur Þorvaldsson og Trausti Valsson til hægri. mbl.is/Arnþór Birkisson

Að loknu námi í Gaggó Lind fór Steingrímur á sjóinn og stundaði sjómennsku í rúm 49 ár. „Ég var alltaf með það í maganum að fara til sjós og þegar ég hætti í gaggó kom ekkert annað til greina,“ segir hann. Hann hafi síðan komist að því í nemendahittingnum um daginn að einn annar hafi verið um stund á sjónum.

Steingrímur byrjaði 15 ára sem háseti og netamaður á Víkingi AK, skaust í síldina á Hafrúnu ÍS áður en silfur hafsins hvarf af miðunum undir lok sjöunda áratugarins, fór svo aftur á Víking, var síðan 2. stýrimaður á Þormóði goða RE, 1. stýrimaður á Röðli GK, 1. stýrimaður á skuttogaranum Vigra RE í þrjú ár og síðan skipstjóri á honum og síðar skipstjóri á frystitogaranum með sama nafni frá fyrsta degi 1992, samtals í um 34 ár. Þess má geta að 1989 voru fyrst veitt verðlaun fyrir sérstaka árvekni í öryggismálum kaupskipa og fiskiskipa og fékk áhöfn Vigra undir stjórn Steingríms annan bikarinn. „Ég var með strandveiðibátinn Þorvald SH undanfarin tíu ár, fór bara út mér til gamans á sumrin, þegar veðrið var gott, en seldi hann fyrir stuttu. Held samt áfram að stíga ölduna í lauginni,“ segir skipstjórinn síkáti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.8.21 Vésteinn GK-088 Lína
Hlýri 1.139 kg
Þorskur 122 kg
Gullkarfi 88 kg
Keila 66 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.421 kg
1.8.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Gullkarfi 351 kg
Hlýri 291 kg
Keila 291 kg
Þorskur 76 kg
Steinbítur 45 kg
Grálúða 10 kg
Langa 6 kg
Samtals 1.070 kg
1.8.21 Gullver NS-012 Botnvarpa
Ýsa 41.188 kg
Ufsi 39.173 kg
Þorskur 10.717 kg
Djúpkarfi 4.707 kg
Gullkarfi 4.198 kg
Skarkoli 257 kg
Samtals 100.240 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.8.21 Vésteinn GK-088 Lína
Hlýri 1.139 kg
Þorskur 122 kg
Gullkarfi 88 kg
Keila 66 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.421 kg
1.8.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Gullkarfi 351 kg
Hlýri 291 kg
Keila 291 kg
Þorskur 76 kg
Steinbítur 45 kg
Grálúða 10 kg
Langa 6 kg
Samtals 1.070 kg
1.8.21 Gullver NS-012 Botnvarpa
Ýsa 41.188 kg
Ufsi 39.173 kg
Þorskur 10.717 kg
Djúpkarfi 4.707 kg
Gullkarfi 4.198 kg
Skarkoli 257 kg
Samtals 100.240 kg

Skoða allar landanir »