Segja mikinn dauðan fisk í kvíum fyrir austan

Dauðir eldisfiskar í Reyðarfirði.
Dauðir eldisfiskar í Reyðarfirði. Ljósmynd/Veiga Grétarsdóttir

Verndarsjóður villtra laxastofna hefur birt myndir á vef sínum sem sýna dauða eldislaxa fljótandi ofan á eldiskvíum í sjó á Reyðarfirði. 

Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók myndirnar daganna 10. til 15. september eins og kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 

Í tilkynningunni segir að fiskurinn á myndunum sé rotnandi, innan um lifandi fisk sem ætlaður er til manneldis. 

Fylgdist með úr fjarska

„Ég fylgdist með úr fjarska á föstudeginum og sá starfsmenn eldisfyrirtækisins dæla dauðum laxi úr kvínni í einn og hálfan tíma og eins og sést á þessum myndum þá er þetta hinn nöturlegi raunveruleiki. Eftir helgina hafði þetta hinsvegar versnað enn meira.

Ég skil ekki að nokkur maður hafi lyst á að leggja sér eldisfisk úr þessum kvíum til munns eða styðja svona framleiðslu. Þegar fiskurinn drepst þarna er búið að reyna ýmislegt en þarna er samt mikið magn af haus- og roðlausum úldnandi fiski og allan tíman safnast upp mengun í firðinum af þessu,“ er haft eftir Veigu Grétarsdóttur í tilkynningu.

Veiga segir ennfremur að á þriðjudeginum hafi þörungablómi einnig farið vaxandi en ljóst má vera að laxadauðinn mun aukast enn frekar vegna þörunganna.

Þörungablómi í Reyðafirði.
Þörungablómi í Reyðafirði. Ljósmynd/Veiga Grétarsdóttir
Myndirnar tók Veiga daganna 10. til 15. september.
Myndirnar tók Veiga daganna 10. til 15. september. Ljósmynd/Veiga Grétarsdóttir
Ljósmynd/Veiga Grétarsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »