Áskoranir á mörkuðum í faraldrinum

Saltfiskur á markaði í Coimbra í Portúgal
Saltfiskur á markaði í Coimbra í Portúgal mbl.is/Ómar Óskarsson

Ef horft er til síðustu ára og áratuga þá hefur orðið samdráttur í saltfiskframleiðslu hérlendis. Margir framleiðendur hafa dregið úr söltun en hjá öðrum er lífið enn að stórum hluta saltfiskur, t.d. í Vinnslustöðinni í Eyjum og Vísi hf. í Grindavík, enda talsvert átak að framleiða um 25 þúsund tonn af söltuðum afurðum eins og gert var hérlendis í fyrra.

Í heimsfaraldri kórónuveikinnar hefur verið við ýmsar áskoranir að glíma hvað varðar saltaðar afurðir. Veitingastaðir lokuðu og ferðamenn sáustu varla í helstu markaðslöndum. Fólk hætti þó ekki að borða saltfisk og sala jókst í smásölu, en það er ódýrari markaður heldur en veitingahús. Stöðugleika virðist hafa verið náð að nýju og lífið færst í eðlilegra horf.

mbl.is

Rík hefð fyrir saltfiski

Síðustu ár hefur útflutningur saltaðra afurða gjarnan numið 24-26 þúsund tonnum á ári, en fyrsta áratug aldarinnar nam framleiðslan oft hátt í 40 þúsund tonnum og fór í 41 þúsund tonn 2004. Helstu markaðslöndin eru við Miðjarðarhafið og þar vega Spánn, Ítalía og Portúgal þyngst. Rík hefð er fyrir neyslu á saltfiski í þessum löndum og er hún gjarnan tengd jóla- og páskaföstu.

Litur og yfirbragð fisksins skipta höfuðmáli. Á Spáni og Ítalíu vilja neytendur að fiskurinn sé mjög hvítur og er hann sprautusaltaður til að viðhalda upprunanlega lit fisksins og koma í veg fyrir að hann gulni við langa geymslu. Hefðbundnar aðferðir eru notaðar við framleiðslu fyrir Portúgal og fiskurinn er að jafnaði stærri. Þar setja neytendur litinn ekki fyrir sig og það jafnvel talið gæðamerki að hann sé gulleitur. Verkunarstig og þykkt fisksins skipta gjarnan meira máli en litur.

Aukning í ferskum afurðum

Aukning í útflutningi á ferskum afurðum á síðustu árum hefur að hluta verið á kostnað saltfisksins. Í upphafi þessarar aldar voru ferskar afurðir um 10% af útflutningsverðmætum þorskafurða í heild. Tíu árum síðar voru þær um fjórðungur en á undanförnum árum hafa þær að jafnaði vegið rúm 35%, samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Breytingar á úthlutun aflaheimilda milli ára og ýmsar aðstæður á hverjum tíma, t.d. sjómannaverkfall og kórónuveikin, hafa haft áhrif á framleiðslu hvers árs.

Útflutt kíló af ferskum þorskafurðum er talsvert verðmætara en almennt af öðrum þorskafurðum, en á móti hafa fyrirtækin þurft að fjárfesta í hátæknibúnaði fyrir vinnslu og kælingu. Meiri fjárbinding fylgir vinnslu á saltfiski og hann er birgðafrekur, en á móti hefur kaupendahópurinn verið tryggur í áratugi. Söltun hentar vel þegar mikið berst á land á skömmum tíma, t.d. á vetrarvertíð. Þekking og hefð innan fyrirtækja, tæknibúnaður, kvótasamsetning, staðsetning, áhersla í veiðum og viðskiptasambönd jafnvel í áratugi ráða miklu um vinnsluaðferðir.

Saltfiskur er saltfiskur

Nýverið hleyptu Norðmenn af stokkunum herferð til að kynna norskan saltfisk og á hún að standa í þrjú ár. Uppruni og gæði verða í forgrunni og sókninni stefnt að eldri íbúum Norður-Spánar, sem þekkja raunveruleg gæði og hefðir sem tengjast neyslu saltfisks. Vopnin verða meðal annars auglýsingar og matreiðsluþættir frægra kokka í sjónvarpi og þeim meðal annars beint að saltfiski frá Íslandi. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að Íslendingar ráði saltfiskmarkaðnum á og því vilja norskir breyta.

Framleiðandi sem rætt var við sagðist rólegur yfir tíðindunum. Auglýsingar á norskum saltfiski myndu alveg eins koma Íslendingum til góða. Saltfiskur væri saltfiskur og gæði þess íslenska væru löngu viðurkennd, þess vegna væri staðan sterk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.21 476,67 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.21 401,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.21 417,63 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.21 453,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.21 215,15 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 205,20 kr/kg
Gullkarfi 19.10.21 289,08 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 1.099 kg
Þorskur 759 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.883 kg
19.10.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 31.929 kg
Ýsa 6.883 kg
Ufsi 4.088 kg
Samtals 42.900 kg
19.10.21 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 83.688 kg
Ufsi 70.833 kg
Gullkarfi 22.328 kg
Ýsa 16.665 kg
Langa 1.777 kg
Steinbítur 887 kg
Hlýri 715 kg
Blálanga 552 kg
Þykkvalúra sólkoli 291 kg
Skarkoli 246 kg
Keila 110 kg
Lúða 81 kg
Grálúða 55 kg
Samtals 198.228 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.21 476,67 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.21 401,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.21 417,63 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.21 453,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.21 197,82 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.21 215,15 kr/kg
Djúpkarfi 19.10.21 205,20 kr/kg
Gullkarfi 19.10.21 289,08 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.10.21 181,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.21 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 1.099 kg
Þorskur 759 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.883 kg
19.10.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 31.929 kg
Ýsa 6.883 kg
Ufsi 4.088 kg
Samtals 42.900 kg
19.10.21 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 83.688 kg
Ufsi 70.833 kg
Gullkarfi 22.328 kg
Ýsa 16.665 kg
Langa 1.777 kg
Steinbítur 887 kg
Hlýri 715 kg
Blálanga 552 kg
Þykkvalúra sólkoli 291 kg
Skarkoli 246 kg
Keila 110 kg
Lúða 81 kg
Grálúða 55 kg
Samtals 198.228 kg

Skoða allar landanir »