„Ég vil ekki einoka þekkinguna sem ég hef öðlast“

Diana Elizabeth Barahona Hernández bindur vonir við að verða hreyfiafl …
Diana Elizabeth Barahona Hernández bindur vonir við að verða hreyfiafl til jákvæðra umbóta í heimalandi sínu mbl.is/Árni Sæberg

Yfirmaður sjávarútvegsrannsókna hjá fiskistofu El Salvador er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að sækja sjávarútvegsskóla UNESCO og kveðst þegar hafa fengið innblástur til að stuðla að umbótum í þágu sjálfbærrar nýtingar.

Það er vetrarveður þegar blaðamaður nær tali af Diönu Elizabethu Barahona Hernández, hún er yfirmaður sjávarútvegsrannsókna hjá fiskistofu El Salvador (CENDEPESCA). Hún kom hingað til lands eftir að hafa fengið pláss við sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er undir merkjum UNESCO og kveðst ekki hafa vanist kuldanum. „Ég er alla vega búin að upplifa það að detta í hálku,“ segir Diana og hlær.

Spurð hvernig það kom til að hún sótti skólann kveðst Diana hafa verið valin úr fjölda fólks sem sóttist eftir að koma í gegnum svæðisbundin samtök fiskistofa í Mið-Ameríku og Dóminíska lýðveldinu (OSPESCA). „Ég er líffræðingur og í heimalandi mínu er ekki í boði nám eða þjálfun á sviði fiskveiðistjórnunar eða sjávarútvegs, hvorki sem meistaranám né doktorsnám. Ef maður vill sérhæfa sig í sjávarútvegi eða lífríki hafsins verður maður að leita út fyrir landsteinana, til dæmis til Bandaríkjanna. Þetta er hvergi í boði í Mið-Ameríku. Þetta var því mikið tækifæri fyrir mig að taka þátt í sjávarútvegsskólanum,“ útskýrir hún.

„Við erum að vinna með sjávarútvegsrannsóknir og þurfum að efla þekkingu okkar á því sviði. Þetta er ekki einungis tækifæri til að auka þekkingu mína og þá vinnu sem fram fer í heimalandi mínu heldur vinna aðildarríkin sameiginlega að fiskveiði- og fiskeldismálum í gegnum OPESCA. Þetta mun því styrkja þekkingu heimshlutans alls,“ bætir hún við.

Ekki eru til afmarkaðar löndunarhafnir í El Salvador og geta …
Ekki eru til afmarkaðar löndunarhafnir í El Salvador og geta 13 þúsund smábátar landað nánast hvar sem er. Fiskveiðistjórnun er því töluverð áskorun. Ljósmynd/Martin Haeusler

Fjölbreytileiki í hafinu

El Salvador er um 21 þúsund ferkílómetrar að stærð og liggur að Kyrrahafi. Strandlengja landsins telur aðeins 307 kílómetra samanborið við 4.970 kílómetra strandlengju Íslands. Þrátt fyrir takmarkaða strandlengju eru stundaðar miklar veiðar í El Salvador að sögn Díönu, enda telur íbúafjöldinn 6,8 milljónir.

„Þar sem land mitt er á hitabeltissvæði erum við með mjög mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þannig að við erum að vinna með mjög marga nytjastofna. Eitt mál í þessu samhengi eru til dæmis togveiðarnar – í El Salvador er aðallega sóst eftir rækju – við þær veiðar er óumflýjanlegt að þú fáir einnig aðrar tegundir sem meðafla.“

Hver er stærsta áskorun fiskveiðistjórnunar í El Salvador?

„Ég held að stærsta áskorunin í mínu landi – eins og öðrum ríkjum í Mið-Ameríku – sé skortur á bolmagni sem felst í skorti á mannauði með þá þekkingu sem krafist er og skorti á fjárstyrk til að framkvæma það sem þarf að gera. Við höfum lagaramma en getum ekki haldið úti eftirliti með framkvæmd fiskveiða og ekki framkvæmt stofnmælingar og veitt fullnægjandi veiðiráðgjöf.

Önnur áskorun er að stór hluti fiskveiðanna er sjálfsþurftarveiðar og veiðar með hefðbundnum aðferðum. Ég held það séu nú um 13 þúsund bátar sem eru innan við 10 metra langir sem stunda þessar veiðar. Það eru engar afmarkaðar löndunar hafnir og þess vegna er hægt að landa afla nánast hvar sem er meðfram strandlengjunni. Fólk sem býr í húsi á ströndinni getur auðveldlega landað fyrir framan heimili sitt og því er ekki auðvelt að hafa eftirlit með fiskveiðum.“

Nemendur sjávarútvegsskóla UNESCO hafa meðal annars farið í fjölda vettvangsferða …
Nemendur sjávarútvegsskóla UNESCO hafa meðal annars farið í fjölda vettvangsferða til fyrirtækja og stofnana. Ljósmynd/GRÓ-FTP

Kveðst þakklát sjávarútvegsskólanum

Undir starfssviði Diönu er ekki einungis sjósókn landsmanna og er fiskeldi vaxandi grein í El Salvador að sögn hennar. Eru eldisstöðvarnar helst að ala rækju og tilapia. Þá eru ýmsar tilraunir í gangi í þessari grein, útskýrir hún. Töluverður árangur hefur náðst í ræktun kyrrahafsostra en tegundin er mest ræktaða og efnahagslega mikilvægasta ostrutegundin. Kyrrahafsostrur vaxa hratt og eru ónæmar fyrir mörgum sjúkdómum.

„Það er mikið tækifæri fyrir mig persónulega að hitta fólk sem er að vinna með sama málefni en með annan menningarbakgrunn. Faglega öðlast ég í gegnum sjávarútvegsskólann aukna þekkingu á sjávarútvegi, en ekki einungis þekkingu úr bókum heldur einnig færni í hvernig hægt sé að finna lausnir á viðfangsefnum í heimalöndum okkar. Við komum ekki hingað til að sitja eingöngu á skólabekk heldur munum við næstu þrjá mánuði framkvæma rannsóknir. Mikil áskorun er að finna leiðir til að beita þekkingunni í raunheimum.“

Mörgu er ábótavant í þekkingu á sviði nýtingar sjávarauðlinda með sjálfbærum hætti í El Salvador fullyrðir Diana og kveðst þegar hafa fengið hugmyndir að lausnum á ýmsum málum. Þá sé ljóst að í El Salvador er ekki sama aðgengi að tæknilausnum og hér á landi og er heimaland hennar hugsanlega eftirbátur Íslands hvað varðar tækni í sjávarútvegi og hafrannsóknum, en mögulegt er að reynsla Íslendinga geti nýst við að bæta þau verkfæri sem þó eru aðgengileg í El Salvador, útskýrir hún.

Ólíkir þættir hafa áhrif á rannsóknarumhverfið í löndunum tveimur, svo sem líffræðilegur fjölbreytileiki og flókið samspil tegunda sem líklega er umfangsmeira í Mið-Ameríku en í hafinu umhverfis Ísland. „Við verðum samt sem áður að vinna á grundvelli vísindanna og vísindaleg nálgun er eins alls staðar í heiminum.

Þurfa staðlaða verkeferla

Mig langar að gera drög að tillögu að stöðluðum verkferlum sem hægt er að kynna þeim sem fara með völd. Ég er líffræðingur og ef ég útskýri mikilvægi staðlaðra verkferla hafrannsókna fyrir öðrum líffræðingi mun hann líklega skilja mig, en stjórnmálamennirnir gera sér ekki endilega grein fyrir því hvað sé verið að tala um. Þess vegna vil ég útskýra fyrir þeim hvernig bættar rannsóknir, sem sýna breytingar í stofnunum yfir tíma, geta skapað grundvöll fyrir sjálfbærri veiðiráðgjöf og komið í veg fyrir að nytjastofnum sé ógnað og langvarandi áhrif þess.“

Einnig lýsir Diana áhuga á að kenna öðrum. „Eins og ég sagði þá er mikill skortur á þekkingu á rannsóknum í sjávarútvegi og ég hugsa að ég vilji ekki endilega kenna í háskóla heldur fræða samstarfsfólk mitt til að byrja með. Og kannski fólk sem er að læra líffræði og hefur áhuga á hafinu. Ég vil ekki einoka þekkinguna sem ég hef öðlast í skólanum heldur deila henni í von um að með tímanum muni það ýta undir umbætur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.22 536,50 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.22 553,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.22 496,26 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.22 398,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.22 199,09 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.22 186,38 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 16.8.22 313,55 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.8.22 Hafborg SK-054 Þorskfisknet
Þorskur 1.370 kg
Ýsa 150 kg
Samtals 1.520 kg
16.8.22 Þrasi VE-020 Handfæri
Ufsi 1.091 kg
Gullkarfi 376 kg
Þorskur 17 kg
Samtals 1.484 kg
16.8.22 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Ýsa 62.340 kg
Gullkarfi 20.739 kg
Þorskur 6.664 kg
Samtals 89.743 kg
16.8.22 Lundey SK-003 Þorskfisknet
Þorskur 867 kg
Ýsa 371 kg
Skarkoli 256 kg
Tindaskata 116 kg
Sandkoli norðursvæði 94 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 1.741 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.8.22 536,50 kr/kg
Þorskur, slægður 16.8.22 553,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.8.22 496,26 kr/kg
Ýsa, slægð 16.8.22 398,09 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.8.22 199,09 kr/kg
Ufsi, slægður 16.8.22 186,38 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 16.8.22 313,55 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.8.22 Hafborg SK-054 Þorskfisknet
Þorskur 1.370 kg
Ýsa 150 kg
Samtals 1.520 kg
16.8.22 Þrasi VE-020 Handfæri
Ufsi 1.091 kg
Gullkarfi 376 kg
Þorskur 17 kg
Samtals 1.484 kg
16.8.22 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Ýsa 62.340 kg
Gullkarfi 20.739 kg
Þorskur 6.664 kg
Samtals 89.743 kg
16.8.22 Lundey SK-003 Þorskfisknet
Þorskur 867 kg
Ýsa 371 kg
Skarkoli 256 kg
Tindaskata 116 kg
Sandkoli norðursvæði 94 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 1.741 kg

Skoða allar landanir »