Sveiflur í mælingum á loðnu

Loðnuvertíð fylgja mikil umsvif og á myndinni má sjá íslensk …
Loðnuvertíð fylgja mikil umsvif og á myndinni má sjá íslensk og norsk loðnuskip við bryggju á Eskifirði. Ljósmynd/Gungör Tamzok

Misvísandi upplýsingar fengust úr tveimur yfirferðum rannsóknaskipanna í loðnuleiðangri fyrir norðan og austan land. Í fyrri hlutanum voru vísbendingar um að minna væri á ferðinni heldur en var grundvöllur fyrir 900 þúsund tonna heildarkvóta á vertíðinni. Mælingar í seinni hlutanum virðast vera jákvæðari.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, staðfestir þessar upplýsingar, en segir að endanlegar niðurstöður muni væntanlega liggja fyrir síðari hluta vikunnar.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafís torveldaði mælingar

Reiknað var með að mælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar lyki úti af Austurlandi í gærkvöldi, en loðnuleiðangur hófst 18. janúar. Skipin hófu mælingar úti fyrir Austfjörðum og sigldu síðan vestur með Norðurlandi eftir fyrirfram ákveðnum leiðarlínum.

Í Grænlandssundi náðist ekki góð mæling vegna hafíss. Seinni hluti leiðangursins var frá vestri til austurs og mældist þá talsvert meira af loðnu.

Spurður um framhaldið segir Þorsteinn að fyrst sé að ljúka leiðangrinum og vinna úr gögnum. Ákvörðun um framhaldið verði tekin í ljósi stöðunnar og þá m.a. um hvort aftur verði farið á Vestfjarðamið til að kanna hvort eitthvað hafi skilað sér af loðnu undan ísröndinni.

Góð veiði hefur verið hjá loðnuskipunum norður og austur af Langanesi síðustu daga og talsvert verið að sjá af loðnu. Íslensku skipin eru búin að landa 244 þúsund tonnum samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. Vertíðin hófst í desember og í hlut íslenska flotans koma alls 662 þúsund tonn.

Börkur með metfarm

Á vef Síldarvinnslunnar var greint frá því á laugardag að Börkur NK hefði landað 3.409 tonnum á Seyðisfirði. Var um mettúr að ræða hjá útgerðinni og líklega hefur loðnuskip aldrei fært jafn mikinn afla að landi.

„Það eru einungis þrjú skip í íslenska flotanum sem geta komið með álíka afla að landi. Það eru systurskipið Vilhelm Þorsteinsson EA og Beitir NK, en lestarrými Beitis er þó heldur minna en hinna tveggja. Mér vitanlega er einungis eitt skip sem getur slegið þetta met og er það hin danska Ruth. Ruth er spánný og smíðuð í Karstensens-skipasmíðastöðinni eins og Börkur og Vilhelm og er með örlítið meiri burðargetu,“ sagði Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Mest af loðnunni fer enn í bræðslu, en í gær var byrjað að heilfrysta loðnu á Eskifirði.

Afli Norðmanna að glæðast

Í hádeginu í gær voru 28 norsk skip á miðunum og einhver biðu þess að mega hefja veiðar, en hverju sinni mega að hámarki 30 norsk skip vera að veiðum. Skipin voru flest norðaustur af Hvalbak en þrjú austur af Langanesi á svipuðum slóðum og þau íslensku. Norðmenn mega aðeins veiða í nót og hefur afli þeirra eitthvað verið að glæðast. Alls hafa þeir veitt 6-7 þúsund tonn.

Samkvæmt tilkynningum til Landhelgisgæslunnar er afli Norðmanna um 12.600 tonn það sem af er vertíðinni. Nokkur norsku skipanna hafa landað hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.6.24 389,73 kr/kg
Þorskur, slægður 20.6.24 398,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.6.24 335,34 kr/kg
Ýsa, slægð 20.6.24 58,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.6.24 78,86 kr/kg
Ufsi, slægður 20.6.24 100,00 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 20.6.24 352,32 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 778 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 790 kg
20.6.24 Ragney HF 42 Handfæri
Þorskur 588 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 595 kg
20.6.24 Gullfari HF 290 Handfæri
Þorskur 638 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 652 kg
20.6.24 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 748 kg
Karfi 20 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 771 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.6.24 389,73 kr/kg
Þorskur, slægður 20.6.24 398,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.6.24 335,34 kr/kg
Ýsa, slægð 20.6.24 58,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.6.24 78,86 kr/kg
Ufsi, slægður 20.6.24 100,00 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 20.6.24 352,32 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 778 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 790 kg
20.6.24 Ragney HF 42 Handfæri
Þorskur 588 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 595 kg
20.6.24 Gullfari HF 290 Handfæri
Þorskur 638 kg
Ufsi 11 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 652 kg
20.6.24 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Þorskur 748 kg
Karfi 20 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 771 kg

Skoða allar landanir »