„Það hefur ekkert breyst nema nafnið“

Bergur, sem áður hét Bergey.
Bergur, sem áður hét Bergey. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Ísfiskitogarinn Bergur, sem áður gekk undir nafninu Bergey VE, hélt í sína fyrstu veiðiferð undir nýju nafni síðdegis síðastliðinn föstudag. Kom togarinn til löndunar með fullfermi síðastliðinn mánudag. 

Skipstjóri á Bergi í þessarri veiðiferð var Ragnar Waage Pálmason. 

Í fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni er haft eftir Ragnari:

„Við vorum þrjá daga í túrnum og það var víða farið. Við byrjuðum á að taka tvö hol á Pétursey og þar var töluvert af þorski. Síðan voru tekin tvö hol á Mýragrunni og þar var helst ýsa. Síðan var farið í Lónsbugtina í leit að ufsa og þar á eftir tekið eitt hol í Sláturhúsinu. Síðasta holið var síðan tekið við Ingólfshöfðann. Aflinn sem komið var með að landi var blandaður en mest af þorski, ýsu og ufsa. Ég held að megi segja að þessi veiðiferð hafi bara gengið þokkalega.“

Leggja áherslu á karfa

Þá segir í tilkynningunni að hann kunni ágætlega við nýja nafn skipsins.

„Þetta er sama skipið og við vorum á áður, það hefur ekkert breyst nema nafnið.“

Bergur hélt til veiða strax að löndun lokinni á mánudaginn og var ætlunin að leggja áherslu á að veiða karfa.

Vestmannaey VE landaði einnig fullfermi í Vestmannaeyjum á mánudaginn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.22 525,73 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.22 533,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.22 495,45 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.22 440,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.22 192,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.22 280,68 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 17.8.22 238,98 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.8.22 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 2.628 kg
Ýsa 873 kg
Steinbítur 170 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 37 kg
Hlýri 26 kg
Ufsi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 3.842 kg
17.8.22 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 6.006 kg
Samtals 6.006 kg
17.8.22 Særif SH-025 Lína
Hlýri 801 kg
Þorskur 108 kg
Keila 72 kg
Grálúða 53 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.22 525,73 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.22 533,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.22 495,45 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.22 440,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.22 192,74 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.22 280,68 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 17.8.22 238,98 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.8.22 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 2.628 kg
Ýsa 873 kg
Steinbítur 170 kg
Keila 101 kg
Gullkarfi 37 kg
Hlýri 26 kg
Ufsi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 3.842 kg
17.8.22 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 6.006 kg
Samtals 6.006 kg
17.8.22 Særif SH-025 Lína
Hlýri 801 kg
Þorskur 108 kg
Keila 72 kg
Grálúða 53 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 1.044 kg

Skoða allar landanir »