Fullnýting Íslendinga vekur athygli í Frakklandi

Í þætti framska ríkissjóvarpsins er meðal annars kíkt til Bolungarvíkur …
Í þætti framska ríkissjóvarpsins er meðal annars kíkt til Bolungarvíkur þar sem rætt er við stofnendur Dropa. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Sjálfbærar fiskveiðar Íslendinga og fullnýting afurða hér á landi var helsta umfjöllunarefni í fréttaskýringarþættinum Nous, les Européens (ísl. Við Evrópubúar) sem sýndur var í franska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi á stöðinni France 2.

Þátturinn var að mestu leyti tekinn upp á Vestfjörðum síðastliðið sumar og er meðal rætt við ungan trillusjómann sem rær frá Suðureyri, stofnendur Dropa á Bolungarvík, frystihús HG í Hnífsdal heimsótt og hátæknifyrirtækið Kerecis á Ísafirði sótt heim.

Stikla úr þættinum hefur verið birt á vef franska ríkisútvarpsins og er þar fjallað um nýtingu Kerecis á þorskroði. Rætt við Pétur Oddsson sem brann mjög illa, 45% af líkamanum, er hann var við vinnu í tengivirki Orkubús Vestfjarða í Breiðadal í Önundarfirði, en töluvert af sáraroði Kerecis var nýtt við að meðhöndla brunasár Péturs.

Vakið athygli víða

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kerecis vekur athygli dagskrárgerðarmanna en Werner Vogels, aðstoðarforstjóri Amazon, heimsótti höfuðstöðvar Kerecis á Ísafirði síðastliðinn vetur vegna þáttagerðar fyrir Amazon Prime.

Fullnýting sjávarafurða hefur verið eitt helsta viðfangsefni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á undanförnum árum og mun sú áhersla halda áfram, enda mikið í húfi að gera eins mikið úr hverju kílói af fisk og hægt er.

Íslendingum hefur raunar tekist svo til að Íslenski sjávarklasinn er til að mynda að veita ráðgjöf um fullnýtingu bæði í Bandaríkjunum og á Kyrrahafseyjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »