Loðnumæling gengið vel og nýrrar ráðgjafar að vænta

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að gert sé ráð …
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að gert sé ráð fyrir að ný ráðgjöf vegna loðnu verði gefin út næstu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafrannsóknastofnun stefnir að því að gefa út nýja ráðgjöf vegna yfirstandandi loðnuvertíðar á næstu dögum. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú stödd norðvestur af landinu, en loðnuskipin Heimaey, Jóna Eðvaldsdóttir og Ásgrímur Halldórsson eru komin til hafnar.

„Heilt yfir hafa mælingarnar gengið vel og eftir áætlun og loðnu verið að sjá á víðáttumiklu svæði. Það sýnir sig því enn og aftur hversu hjálplegt það er að hafa fleiri skip en rannsóknarskipin tvö í þessum mælingum á þessum árstíma,“ svarar Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, spurður um gang loðnuleiðangursins.

Árni Friðriksson RE.
Árni Friðriksson RE. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Guðmundur segir rannsóknaskipin tvö halda áfram mælingum á þessu svæði eftir fyrirfram ákveðnum leiðarlínum í þeim mæli sem hafísinn leyfir. Gert er ráð fyrir að skipin komi til hafnar síðar í dag. „Við gerum svo ráð fyrir að fara aftur til loðnukönnunar Árna á norðvestursvæðinu í kringum 10. feb. með von um að eitthvað hafi skilað sér undan ísnum eða ísinn hopað,“ útskýrir hann.

Fimm skip létu frá bryggju 23. janúar og héldu til mælinga á loðnustofninum. Sem fyrr segir eru þrjú þeirra í eigu útgerða, en uppsjávarútgerðir stóðu sameiginlega undir kostnaðinum við úthaldi skipanna.

Guðmundur segir að nú verði hafist handa við að vinna sýni frá veiðiskipunum. „Úrvinnsla á gögnum úr leiðangrinum er komin á fullt, en auðvitað þurfa kvörðunarstuðlar og öll gögn frá Bjarna og Árna að liggja fyrir áður farið er í lokaútreikningana.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að ný ráðgjöf fyrir loðnu verði tilkynnt í þessari viku og þá í síðasta lagi á föstudag. „Ég sé ekki að það verði gefið eitthvað upp fyrir þann tíma því úrvinnsla og mögulegar samlagningar við fyrri leiðangra er tímafrek.“

Þá kveðst hann ekkert geta upplýst um loðnumagnið þar sem um stofnmælingu sé að ræða.

:
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.5.24 438,80 kr/kg
Þorskur, slægður 13.5.24 523,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.5.24 302,47 kr/kg
Ýsa, slægð 13.5.24 267,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.24 189,44 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.24 173,40 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.24 216,17 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 1.158 kg
Samtals 1.158 kg
13.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.076 kg
Karfi 974 kg
Keila 727 kg
Hlýri 123 kg
Samtals 2.900 kg
13.5.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 5.782 kg
Ýsa 243 kg
Hlýri 45 kg
Steinbítur 39 kg
Keila 15 kg
Samtals 6.124 kg
13.5.24 Fálkatindur NS 99 Handfæri
Þorskur 602 kg
Samtals 602 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.5.24 438,80 kr/kg
Þorskur, slægður 13.5.24 523,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.5.24 302,47 kr/kg
Ýsa, slægð 13.5.24 267,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.24 189,44 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.24 173,40 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.24 216,17 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 1.158 kg
Samtals 1.158 kg
13.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.076 kg
Karfi 974 kg
Keila 727 kg
Hlýri 123 kg
Samtals 2.900 kg
13.5.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 5.782 kg
Ýsa 243 kg
Hlýri 45 kg
Steinbítur 39 kg
Keila 15 kg
Samtals 6.124 kg
13.5.24 Fálkatindur NS 99 Handfæri
Þorskur 602 kg
Samtals 602 kg

Skoða allar landanir »