Alltof margir farþegar voru í snekkjunni

Lögreglan fer um borð í snekkju í Akraneshöfn fyrr í …
Lögreglan fer um borð í snekkju í Akraneshöfn fyrr í dag. mbl.is/Klara

Farþegaskipið Amelía Rose var stöðvað um átta sjómílum fyrir utan Akranes í dag og því vísað til hafnar eftir að í ljós kom að margfalt fleiri farþegar voru um borð en leyfi segir til um. 

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

„Skipið var stöðvað við hefðbundið eftirlit,“ segir Ásgeir. „Varðskipið Þór var á svæðinu og varðskipin okkar fara í hefðbundið eftirlit og halda uppi eftirliti á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þess vegna var farið um borð í skipið.“

Ásgeir segir það hlutverk gæslunnar að fylgja settum reglum.
Ásgeir segir það hlutverk gæslunnar að fylgja settum reglum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Rúmlega 80 manns um borð

Að sögn Ásgeirs reyndist farþegafjöldi skipsins margfaldur þeim fjölda sem gert er ráð fyrir á því svæði sem skipið sigldi á. Það sé með leyfi fyrir tólf farþegum, en þegar til hafnar var komið stigu margfalt fleiri frá borði. 

„Skipinu var vísað til hafnar og verklagið er þannig við þessar aðstæður er skipinu vísað til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes,“ segir Ásgeir.

„Þá óskum við eftir því að lögregla taki á móti skipinu og telji upp úr því. En okkar fyrsta talning um borð var að þarna hafi verið rúmlega 80 manns.“ 

Hefur gerst áður

Ásgeir segir Landhelgisgæsluna áður hafa stöðvað skipið Amelíu Rose.

„Við höfum þurft að hafa afskipti af þessu skipi í einhver skipti. Það hefur gerst áður að þetta skip hefur farið út fyrir hafsvæði sitt og verið með of marga farþega miðað við það sem farþegafjöldi gefur til kynna,“ segir Ásgeir. 

„Okkar hlutverk er auðvitað að sjá til þess að lögum og reglum sé framfylgt á hafsvæðinu umhverfis Ísland og í þessu tilfelli er skipið einungis með farþegaleyfi fyrir tólf og þegar að of margir farþegar eru við slík skilyrði þá er okkur að vísa skipinu til hafnar eins og þarna var gert,“ bætir hann við. 

„Nú mun þetta bara fara sinn vanagang og það á síðan bara eftir að fara í ljós hvernig það fer,“ segir Ásgeir loks. 

mbl.is/Klara
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.24 426,16 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.24 561,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.24 352,08 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.24 238,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.24 170,68 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.24 219,55 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.24 379,33 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.5.24 242,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.24 Bliki ÍS 414 Sjóstöng
Steinbítur 150 kg
Þorskur 145 kg
Ýsa 24 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 327 kg
29.5.24 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 157 kg
Samtals 157 kg
29.5.24 Fýll ÍS 412 Sjóstöng
Þorskur 78 kg
Samtals 78 kg
29.5.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 214 kg
Samtals 214 kg
29.5.24 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri
Þorskur 757 kg
Samtals 757 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.5.24 426,16 kr/kg
Þorskur, slægður 28.5.24 561,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.5.24 352,08 kr/kg
Ýsa, slægð 28.5.24 238,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.5.24 170,68 kr/kg
Ufsi, slægður 28.5.24 219,55 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 28.5.24 379,33 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.5.24 242,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.5.24 Bliki ÍS 414 Sjóstöng
Steinbítur 150 kg
Þorskur 145 kg
Ýsa 24 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 327 kg
29.5.24 Lundi ÍS 406 Sjóstöng
Þorskur 157 kg
Samtals 157 kg
29.5.24 Fýll ÍS 412 Sjóstöng
Þorskur 78 kg
Samtals 78 kg
29.5.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 214 kg
Samtals 214 kg
29.5.24 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri
Þorskur 757 kg
Samtals 757 kg

Skoða allar landanir »

Loka