Svona nældi Clooney í Alamuddin

Flottasta par Hollywood, leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin.
Flottasta par Hollywood, leikarinn George Clooney og lögmaðurinn Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

Mikið hefur verið skrifað um eitt heitasta samband Hollywood – samband leikarans George Clooney og lögmannsins Amal Alamuddin, enda eru þau stórglæsileg.

Þrátt fyrir að Clooney hafi margsinnis verið kosin kynþokkafyllsti maður heims og ekki að ástæðulausu, þá lét unnusta hans Alamuddin hann hafa fyrir því að næla í sig.

Samkvæmt heimildum Heat hafði lögmaðurinn neitað að taka niður símanúmer hans á góðgerðaviðburði í september á síðasta ári. Í kjölfarið leitaði Clooney uppi tölvunetfang Alamuddin og skrifaði henni póst. „Ég held að yfirlýstur heitasti karlmaður í heimi ætti að hitta heitasta mannréttindalögmann í heimi,“ skrifaði Clooney til hennar, en þetta var aðeins byrjunin á daðursfullum skilaboðum sem fóru á milli þeirra.

„Skilaboðin voru öll hnyttin og skemmtileg. Alamuddin fannst þau skemmtileg, en hún lét hann þjást í nokkra daga og svaraði skilaboðunum ekki strax. Það var stríðni Clooneys sem á endanum kom þeim saman. Um leið og hún svaraði þá var þetta komið,“ sagði heimildarmaður.

Clooney, sem er 53 ára gamall, hefur verið kvæntur einu sinni áður, leikkonunni Taliu Balsam, á árunum 1989–1993, en hún sagði hann vera „afleitan eiginmann“ er þau skildu.

Árið 2007 sagðist hann ekki ætla kvænast aftur, en hann er greinilega búinn að endurskoða það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson