Krabbinn 21. júní - 22. júlí

Krabbinn 21. júní - 22. júlí Krabbinn 21. júní - 22. júlí

Þú átt það til að gera of miklar kröfur til þín

Elsku krabbinn minn, ég lít upp til þín og krafti þínum í öllu sem þú hefur verið að gera, þú hefur svo mikla næmni við almættið sem færir þér hafsjó af skilaboðum. Þú átt að hrinda öllu því sem þú vilt af stað, núna eða strax, því annars er eitthvað annað sem fangar þig og þú getur ekki gert allt í einu, þó að þú getir gert mikið. Það er í orku þinni að vera miðpunktur athyglinnar, alveg sama hvort þig langar það eða ekki, þú stendur alltaf upp úr með þinn mikla karakter. Nýtt fólk er að ferðast inn í líf þitt og færa þér nýja sýn á svo margt sem er að fara að gerast. 

Þú lætur smáatriði fara of mikið í taugarnar á þér, veittu þeim ekki athygli, æfðu þig í því. Þú nennir engu drama svo ekki sækja í það. Þú skalt átta þig alveg á því að guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, svo ekki bíða eftir einhverjum sem er að hindra þig og þú heldur að breyti öllu, láttu vaða sjálfur í það sem þú vilt að sé framkvæmt, þá finnurðu að þú hefur miklu meiri yfirburði en þú gerir þér grein fyrir, en þú sérð ekki þann kraft nema þú standir upp og gerir hlutina sjálfur! 

Haustið er að gefa þér besta tímann því þú ert að fá mikinn kraft til að fljúga yfir erfiðleikana og þegar þú klárar þetta ár sérðu svo sannarlega að þetta var þinn tími til að framkvæma, breyta og bæta. Þótt það sé viss sorg í hjarta þínu út af atviki sem gerðist á þessu ári mun tíminn hjálpa þér að sigrast á þessum erfiðleikum.

Þú átt það til að gera of miklar kröfur til þín, þótt þú gefir allt sem þú getur og virkar svo sterkur ertu með svo lítið hjarta sem grætur þegar enginn sér, svo að skilaboðin sem ég vil senda þér eru að þú gefir lífinu lit og takir áhættu. 

Knús og kossar, Kling

Krabbi 22. júní - 22. júlí

Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní

Auðunn Blöndal, 8. júlí

Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí

Edda Sif, 20. júlí

Guðni Th. forseti Íslands,  26. júní

Meryl Streep, leikkona, 22. júní

Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí

Sindri Sindrason, 19. júlí

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí

 

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu