Heilluð af blómstrandi paradís

Skoðunarferðir | 21. febrúar 2019

Heilluð af blómstrandi paradís

Eyjan Madeira verður sífellt vinsælli áfangastaður fyrir þá sem hafa hug á að kynnast nýjum og spennandi áfangastöðum. Hnattstaða eyjunnar gerir það að verkum að svipað hitastig er árið um kring, að meðaltali 15-23˚C og skapar kjöraðstæður fyrir margbreytilegan gróður með mismunandi plöntum blómstrandi árið um kring. Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður, kennari og leiðsögumaður, þekkir eyjuna vel og segist oft hafa hugsað að þangað þyrfti fólk að koma sem hefur áhuga á gróðri og ræktun en sjálf er hún áhugamanneskja um ræktun og hefur sá áhugi vaxið ár frá ári ekki síst við að ferðast til Madeira. ,,Hér er friður og ró og þó svo það sé töluvert um ferðamenn í dag, þá eru flestir hingað komnir til að hafa það náðugt. Margir koma til að skoða gróðurinn, nánast í nokkurs konar blómaskoðunar-pílagrímsferð, aðrir til að fara í gönguferðir um eyjuna oft á vatnsáveitustígunum og enn aðrir til að njóta þess að vera í ekki allt of heitu loftslagi í notalegu og fallegu umhverfi,” segir Valgerður sem skipuleggur ferð til þessarar náttúruperlu í samvinnu við Heimsferðir.

Heilluð af blómstrandi paradís

Skoðunarferðir | 21. febrúar 2019

Valgerður Hauksdóttir er afskaplega hrifin af eyjunni Madeira.
Valgerður Hauksdóttir er afskaplega hrifin af eyjunni Madeira. Ljósmynd/Aðsend

Eyjan Madeira verður sífellt vinsælli áfangastaður fyrir þá sem hafa hug á að kynnast nýjum og spennandi áfangastöðum. Hnattstaða eyjunnar gerir það að verkum að svipað hitastig er árið um kring, að meðaltali 15-23˚C og skapar kjöraðstæður fyrir margbreytilegan gróður með mismunandi plöntum blómstrandi árið um kring. Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður, kennari og leiðsögumaður, þekkir eyjuna vel og segist oft hafa hugsað að þangað þyrfti fólk að koma sem hefur áhuga á gróðri og ræktun en sjálf er hún áhugamanneskja um ræktun og hefur sá áhugi vaxið ár frá ári ekki síst við að ferðast til Madeira. ,,Hér er friður og ró og þó svo það sé töluvert um ferðamenn í dag, þá eru flestir hingað komnir til að hafa það náðugt. Margir koma til að skoða gróðurinn, nánast í nokkurs konar blómaskoðunar-pílagrímsferð, aðrir til að fara í gönguferðir um eyjuna oft á vatnsáveitustígunum og enn aðrir til að njóta þess að vera í ekki allt of heitu loftslagi í notalegu og fallegu umhverfi,” segir Valgerður sem skipuleggur ferð til þessarar náttúruperlu í samvinnu við Heimsferðir.

Eyjan Madeira verður sífellt vinsælli áfangastaður fyrir þá sem hafa hug á að kynnast nýjum og spennandi áfangastöðum. Hnattstaða eyjunnar gerir það að verkum að svipað hitastig er árið um kring, að meðaltali 15-23˚C og skapar kjöraðstæður fyrir margbreytilegan gróður með mismunandi plöntum blómstrandi árið um kring. Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður, kennari og leiðsögumaður, þekkir eyjuna vel og segist oft hafa hugsað að þangað þyrfti fólk að koma sem hefur áhuga á gróðri og ræktun en sjálf er hún áhugamanneskja um ræktun og hefur sá áhugi vaxið ár frá ári ekki síst við að ferðast til Madeira. ,,Hér er friður og ró og þó svo það sé töluvert um ferðamenn í dag, þá eru flestir hingað komnir til að hafa það náðugt. Margir koma til að skoða gróðurinn, nánast í nokkurs konar blómaskoðunar-pílagrímsferð, aðrir til að fara í gönguferðir um eyjuna oft á vatnsáveitustígunum og enn aðrir til að njóta þess að vera í ekki allt of heitu loftslagi í notalegu og fallegu umhverfi,” segir Valgerður sem skipuleggur ferð til þessarar náttúruperlu í samvinnu við Heimsferðir.

Madeira er mikil náttúruparadís.
Madeira er mikil náttúruparadís. Ljósmynd/Aðsend

Svo vel vill til að ferðin ber upp á sama tíma og hin fræga Blómahátíð Madeira fer fram en sú hátíð er mikil upplifun fyrir fagurkera. ,,Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni en hápunkturinn er þó þegar Madeirabúar þekja stræti og torg afskornum blómum og klæðast sjálfir blómum skrýddum búningum,” segir Valgerður og bætir við að í ferðinni muni ferðalangar að auki kynnast sögu, menningu og náttúru eyjunnar. ,,Við munum leggja okkur fram um að fara rólega yfir og gefa okkur góðan tíma til að stoppa, ganga, skoða, fræðast og njóta.”

Aðspurð hvort þeir sem hafi minni áhuga á blómaskoðun finni eitthvað við sitt hæfi segir Valgerður að það sé vel hægt að skrá sig í almenna skoðunarferð um eyjuna, það sé því nokkuð víst að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

mbl.is