Gerði allt vitlaust í risastórum kjól

Fatastíllinn | 28. júní 2021

Gerði allt vitlaust í risastórum kjól

Rapparinn Lil Nas X klæddist stórum flegnum kjól á BET-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í gærkvöldi. Hún lét ekki eitt dress duga fyrir kvöldið en hafði fataskipti á hátíðinni og mætti í jakkafötum með blómamynstri á rauða dregilinn skömmu síðar. 

Gerði allt vitlaust í risastórum kjól

Fatastíllinn | 28. júní 2021

Lil Nas X í kjól frá Andrea Grossi.
Lil Nas X í kjól frá Andrea Grossi. AFP

Rapparinn Lil Nas X klæddist stórum flegnum kjól á BET-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í gærkvöldi. Hún lét ekki eitt dress duga fyrir kvöldið en hafði fataskipti á hátíðinni og mætti í jakkafötum með blómamynstri á rauða dregilinn skömmu síðar. 

Rapparinn Lil Nas X klæddist stórum flegnum kjól á BET-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í gærkvöldi. Hún lét ekki eitt dress duga fyrir kvöldið en hafði fataskipti á hátíðinni og mætti í jakkafötum með blómamynstri á rauða dregilinn skömmu síðar. 

Kjóllinn er úr smiðju Andrea Grossi og úr línu sem ber titilinn Welcom to Deusland. Jakkafötin eru í anda áttunda áratugarins en þau eru úr vetrarlínu breska tískuhönnuðarins Richards Quinns.

Leikkonan Zendaya vakti einnig athygli á hátíðinni en hún klæddist gullfallegum vintage-kjól frá Versace. Tónlistarkonan Beyoncé Knowles var í styttri útgáfu af kjólnum á BET-verðlaunahátíðinni árið 2003 og sagði stílisti Zendayu, Law Roach, að kjóllinn „væri til heiðurs drottningunni Beyoncé“.

Söngkonan Megan Thee Stallion klæddist hvítum, einstaklega fallegum, kjól frá Jean Paul Gaultier á rauða dreglinum.

Lil Nas X.
Lil Nas X. AFP
Blómaskreyttu jakkafötin vöktu mikla lukku.
Blómaskreyttu jakkafötin vöktu mikla lukku. AFP
Jakkafötin eru úr vetrarlínu Richards Quinn.
Jakkafötin eru úr vetrarlínu Richards Quinn. AFP
Zendaya í vintage kjól frá Versace.
Zendaya í vintage kjól frá Versace. skjáskot/Instagram
Megan Thee Stallion í kjól frá Jean Paul Gaultier.
Megan Thee Stallion í kjól frá Jean Paul Gaultier. AFP
mbl.is