Lítið um smit en mælir með sýnatöku

Kórónuveiran Covid-19 | 8. júlí 2021

Lítið um smit en mælir með sýnatöku

Smitin sem hafa greinst undanfarið eru ekki til þess að hafa miklar áhyggjur af að mati sóttvarnalæknis. Þó þarf enn að passa sig og mæta í sýnatöku sé maður með einkenni. Auk þess hvetur hann fólk sem kemur frá ferðalögum erlendis til að passa sig og fara ekki í fjölmenni nema það fari í sýnatöku fyrst.

Lítið um smit en mælir með sýnatöku

Kórónuveiran Covid-19 | 8. júlí 2021

Við höfum ekki verið að sjá mikið af smiti, nema …
Við höfum ekki verið að sjá mikið af smiti, nema örfá smit, út frá þessum einstaklingum sem hafa verið að greinast hérna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smitin sem hafa greinst undanfarið eru ekki til þess að hafa miklar áhyggjur af að mati sóttvarnalæknis. Þó þarf enn að passa sig og mæta í sýnatöku sé maður með einkenni. Auk þess hvetur hann fólk sem kemur frá ferðalögum erlendis til að passa sig og fara ekki í fjölmenni nema það fari í sýnatöku fyrst.

Smitin sem hafa greinst undanfarið eru ekki til þess að hafa miklar áhyggjur af að mati sóttvarnalæknis. Þó þarf enn að passa sig og mæta í sýnatöku sé maður með einkenni. Auk þess hvetur hann fólk sem kemur frá ferðalögum erlendis til að passa sig og fara ekki í fjölmenni nema það fari í sýnatöku fyrst.

Er mikið smit úti í samfélaginu?

„Nei það er nú ekki þannig, flestir sem hafa verið að greinast hér undanfarið er fólk sem er nýkomið hingað til lands og hefur þannig borið veiruna með sér. Við höfum ekki verið að sjá mikið af smiti, nema örfá smit, út frá þessum einstaklingum sem hafa verið að greinast hérna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is.

Frá 1. júlí hafa bólusettir ekki þurft að sæta sóttkví eða sýna fram á neikvætt PCR-próf. Frá því hafa þrír greinst „og þar af tveir í sóttkví,“ segir Þórólfur en það myndi teljast mjög lítið miðað við þann mikla fjölda sem hingað kemur til lands.

„Við vitum að það er að koma gríðarlegur fjöldi af fólki hingað til lands, nokkur þúsund manns á dag, og þó að flestir séu bólusettir þá geta þeir borið með sér veiruna,“ segir hann.

„Það er fátítt en það getur gerst“.

Hvort smitin séu af Delta-afbrigðinu segir hann að það liggi ekki enn fyrir með þau öll en fjögur smitanna eru enn í raðgreiningu. „Þau hafa flest verið Delta-afbrigðið“.

Hvort smitin séu af Delta-afbrigðinu segir hann að það liggi …
Hvort smitin séu af Delta-afbrigðinu segir hann að það liggi ekki enn fyrir með þau öll en fjögur smitanna eru enn í raðgreiningu. „Þau hafa flest verið Delta-afbrigðið,“ segir Þórólfur. Ljósmynd/Aðsend

Sýnatökur fyrir samkvæmið

„Það er líka á þeim grunni sem við þurfum að hvetja þá sem að eru að koma hingað bólusettir að fara varlega þó svo þeir séu bólusettir,“ segir Þórólfur. „Sérstaklega ef þeir finna fyrir einhverjum einkennum að halda sig til hlés, fara ekki í veislur eða partý finni þeir fyrir einkennum. Þannig fólk þarf enn að passa sig þótt það sé bólusett.“

Gæti verið að landsmenn séu að missa sig aðeins í gleðinni í kjölfar afléttinga?

„Ég veit það ekki en alla vega aðalmálið núna er að veiran getur haldið áfram að koma inn með bólusettu fólki. Þess vegna vil ég hvetja sérstaklega þá sem eru með mikinn samgang hérna innanlands og eru að koma frá útlöndum til að fara í sýnatöku, sérstaklega finni fólk fyrir einkennum.“

Þórólfur er sjálfur fullbólusettur og hvetur aðra bólusetta sem koma …
Þórólfur er sjálfur fullbólusettur og hvetur aðra bólusetta sem koma erlendis frá til að mæta í sýnatöku fyrir samkvæmin. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is