Virðast hafa endurræst kjarnaofn

Norður-Kórea | 29. ágúst 2021

Virðast hafa endurræst kjarnaofn

Norður-Kórea virðist hafa ræst á nýjan leik einn af kjarnaofnum sínum í kjarnorkumiðstöðinni Yongbyon.

Virðast hafa endurræst kjarnaofn

Norður-Kórea | 29. ágúst 2021

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea virðist hafa ræst á nýjan leik einn af kjarnaofnum sínum í kjarnorkumiðstöðinni Yongbyon.

Norður-Kórea virðist hafa ræst á nýjan leik einn af kjarnaofnum sínum í kjarnorkumiðstöðinni Yongbyon.

Þessi ákvörðun gæti orðið til þess að Norður-Kóreumenn stækki kjarnorkuvopnabúr sitt, segir Alþjóðlega kjarnorkustofnunin.

Greint var frá ræsingu ofnsins í árlegri skýrslu stofnunarinnar um kjarnorkumál Norður-Kóreu, að sögn Wall Street Journal.  

Kjarnaofninn í Yongbyon virðist hafa ekki hafa verið starfandi frá desember 2018 þangað til í júlí síðastliðnum, að því er segir í skýrslunni.

Rannsakendum Alþjóðlegu kjarnorkustofnunarinnar var vísað frá Norður-Kóreu árið 2009. Stofnun segist hafa miklar áhyggjur af þessum nýjustu tíðindum og að um sé að ræða klárt brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is