Þróun bóluefnis gegn nýju afbrigði yrði hröð

Kórónuveiran COVID-19 | 27. nóvember 2021

Þróun bóluefnis gegn nýju afbrigði yrði hröð

Breskur vísindamaður sem leiddi bólusetningarátak í Bretlandi með bóluefni AstraZeneca segir að hægt verði að þróa nýtt bóluefni gegn Ómícron-afbrigðinu „mjög fljótt“ ef þörf krefur.

Þróun bóluefnis gegn nýju afbrigði yrði hröð

Kórónuveiran COVID-19 | 27. nóvember 2021

Skammtur af bóluefni AstraZeneca.
Skammtur af bóluefni AstraZeneca. AFP

Breskur vísindamaður sem leiddi bólusetningarátak í Bretlandi með bóluefni AstraZeneca segir að hægt verði að þróa nýtt bóluefni gegn Ómícron-afbrigðinu „mjög fljótt“ ef þörf krefur.

Breskur vísindamaður sem leiddi bólusetningarátak í Bretlandi með bóluefni AstraZeneca segir að hægt verði að þróa nýtt bóluefni gegn Ómícron-afbrigðinu „mjög fljótt“ ef þörf krefur.

Andrew Pollard, yfirmaður Oxford Vaccine Group, segir einnig að þau bóluefni sem eru þegar til staðar ættu að virka gegn nýja afbrigðinu, en það kemur ekki í ljós fyrr en að loknum fleiri rannsóknum á næstu vikum.

„Það er afar ólíklegt að faraldurinn fari aftur á fullt hjá bólusettri þjóð líkt og gerðist í fyrra (vegna Delta-afbrigðisins),“ sagði hann við útvarpsstöð BBC.

En ef þörf krefur „þá er ferlið við að þróa nýtt bóluefni eins og vel smurð vél, þannig að ef þörf er á væri hægt að útbúa það mjög fljótt“.

Engin tilfelli nýja afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Þarlend stjórnvöld tilkynntu seint á fimmtudag um hömlur á ferðalögum frá sex Afríkulöndum til Bretlands, þar á meðal Suður-Afríku.

mbl.is