Ekki hægt að loka allt inni í skáp

Lífsstílsbreyting | 19. febrúar 2022

Ekki hægt að loka allt inni í skáp

„Ég horfði í spegilinn eftir áramót og ég þekkti ekki konuna sem ég sá í speglinum, ég var gjörsamlega búin að týna sjálfri mér,“ segir einkaþjálfarinn Pálína Pálsdóttir sem ákvað að hlúa einstaklega vel að sér í febrúar eftir erfið tvö ár með átakinu FAB FEB á Instagram. Hún vill dreifa boðskapnum og hvetur fólk til að fylgjast með og vinna í sér í leiðinni. Pálína sem er einnig sálfræðimenntuð þekkir af eigin raun að það skiptir jafnmiklu máli að vinna í áföllum með hreyfingu og að tala um þau. 

Ekki hægt að loka allt inni í skáp

Lífsstílsbreyting | 19. febrúar 2022

Pálína Pálsdóttir leggur áherslu á að rækta sjálfa sig og …
Pálína Pálsdóttir leggur áherslu á að rækta sjálfa sig og vill deila því með öðrum. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég horfði í spegilinn eftir áramót og ég þekkti ekki konuna sem ég sá í speglinum, ég var gjörsamlega búin að týna sjálfri mér,“ segir einkaþjálfarinn Pálína Pálsdóttir sem ákvað að hlúa einstaklega vel að sér í febrúar eftir erfið tvö ár með átakinu FAB FEB á Instagram. Hún vill dreifa boðskapnum og hvetur fólk til að fylgjast með og vinna í sér í leiðinni. Pálína sem er einnig sálfræðimenntuð þekkir af eigin raun að það skiptir jafnmiklu máli að vinna í áföllum með hreyfingu og að tala um þau. 

„Ég horfði í spegilinn eftir áramót og ég þekkti ekki konuna sem ég sá í speglinum, ég var gjörsamlega búin að týna sjálfri mér,“ segir einkaþjálfarinn Pálína Pálsdóttir sem ákvað að hlúa einstaklega vel að sér í febrúar eftir erfið tvö ár með átakinu FAB FEB á Instagram. Hún vill dreifa boðskapnum og hvetur fólk til að fylgjast með og vinna í sér í leiðinni. Pálína sem er einnig sálfræðimenntuð þekkir af eigin raun að það skiptir jafnmiklu máli að vinna í áföllum með hreyfingu og að tala um þau. 

„Raunveruleg hamingja kemur meðal annars með því að gefa eitthvað af sér og þarf ekki að kosta neitt. Að hjálpa fólki að líða betur og gera lífið sitt betra hefur alltaf veitt mér mikla hamingju og kraft,“ segir Pálína um átakið. „Þannig FAB FEB snýst um að snúa ástinni svolítið aftur að okkur sjálfum og hugsa um líkama og sál, útlitið er aukaatriði en samt hluti af þessu öllu, því þegar okkur líður vel innra með okkur gefum við ákveðinn ljóma sem er svo fallegur. Súrefnisgríman á alltaf að fara fyrst á okkur áður en við förum að hugsa um börnin eða einhvern annan sem þarf á okkur að halda. Sjálfsást snýst um að hugsa um sjálfan sig, þvo sér í framan á kvöldin, taka smá hugleiðslu, vera í núinu og njóta þess sem maður á í staðinn fyrir að vera alltaf að leita eftir því sem vantar upp á.“

Geymum áföll í líkamanum

Í dag er Pálína að byggja sig upp eftir andlega lægð í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hún þurfti hins vegar að klífa miklu hærra fjall fyrir nokkrum árum. Sjálfsvinnan var henni mikill innblástur. 

„Mín mesta kulnun átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar að draugar fortíðarinnar komu mér í opna skjöldu og ég áttaði mig á því að það er ekki hægt að loka allt inni í skáp og halda að það fari aldrei að mygla. Ég var alvarlega dofin og þurfti að fá aðstoð til þess að ná mér á strik aftur. Ég flutti til Akureyrar til þess að fara í meiri ró og fór þar í endurhæfingu sem var svo stórkostlega merkileg að hún gjörbreytti lífi mínu. Úrræðið hét Gæfusporið og var þverfaglegt. Þar kom fólk nánast úr öllum áttum að endurhæfingunni, sálfræðingar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, nuddarar og fjölskyldufræðingur svo eitthvað sem nefnt. Það var skyldumæting í líkamsrækt, jóga og einnig fórum við í listmeðferð. Þetta úrræði var í 12 vikur og breytti því hvernig ég horfi á lífi. Ég fór í kjölfarið í nám í sálfræði og einkaþjálfun því ég vildi gefa áfram það sem ég hafði öðlast, ró í sálinni. Eftir að hafa prófað svona þverfaglega nálgun sé ég að sú nálgun svínvirkar og finnst mér að fólk ætti að reyna að nýta sér það betur.“

Pálína fór í mikla sjálfsvinnu fyrir nokkrum árum.
Pálína fór í mikla sjálfsvinnu fyrir nokkrum árum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Pálína segir að fólk geymi áföll í líkamanum en hún er núna að ná sér í réttindi í sálfræðimeðferð sem kallast á ensku „Somatic Experience“ eða líkamleg reynsla. „Forsprakki aðferðarinnar vill meina að minni árangur náist ef ekki er unnið með líkamann samhliða andlegu hliðinni því að þá erum við einungis að lýsa því sem gerðist en ekki beint að upplifa það aftur og losa okkur við það. Stundum getur maður sagt frá atvikinu tilfinningalaus og þá á sér ekki stað fullnægjandi úrvinnsla. Hann talar einnig um að þegar að við erum búin að vera í kvíða lengi þá mótast líkaminn á okkur á ákveðinn hátt og ef við festumst þannig þá er líkaminn alltaf í kvíðaástandi þó svo að við erum ekki lengur kvíðin. Sama á við um aðrar tilfinningar eins og reiði, ef þú ert alltaf í reiðinni þá spennir þú hnefann á þér og myndar spennu þar, ef þú losar ekki um þá spennu með nuddi eða einhverjum svipuðu þá er alltaf stutt í reiðina því hún býr enn í líkamanum.

Gott dæmi um þetta er þegar fólk fer bara allt í einu að gráta í jóga þá er það að losa um gamlar tilfinningar sem hefur tekið festu í stífum bandvef eða vöðva. Tilfinningar eru litlar frumeindir sem geta fests inn í vökva sem festist inn í þessum svæðum. Einnig hefur það oft komið fyrir að ég hef verið að kenna foam flex/rúllu tíma og iðkandi hefur brotnað niður. Þetta er alls ekki óalgengt eða þegar að ég er með einstakling í bandvefslosun geta tárin lekið niður og einstaklingurinn losar þannig um gamla uppsafnaða spennu,“ segir Pálína sem finnst að sálfræðingar ættu að skrifa upp á hreyfingu fyrir einstaklinga til þess að gera vinnu skilvirkari. 

Eina markmiðið í lífinu er sjálfsást

Endurhæfingin sem Pálína fór í fyrir nokkrum árum opnaði augu hennar og breytti hugsunarhætti hennar. „Ég þoldi til dæmis ekki jógað sem við áttum að fara í. Ég átti erfitt með að halda mér í stellingunum, vera í kyrrðinni og aldrei hafði mér dottið í hug að nokkrum árum seinna væri ég að leiða jóga og nánast lifa fyrir það. Þegar að maður byrjar á andlegri vinnu sérstaklega með opinn hug þá gerist eitthvað innra með manni og maður fær ekki nóg, það kemur löngun að gera meira, prófa eitthvað nýtt og þróa sjálfan sig áfram. Því í rauninni er eina markmiðið í lífinu sjálfsást, ef við náum því þá erum við búin að sigra lífið,“ segir Pálína sem leiddist seinna meir út í hugleiðslu með orkuröðsvarnar að leiðarljósi. 

„Ég hef einnig lesið fjölmargar bækur og sú bók sem ég mæli með að fólk byrji á að lesa er Alkemistinn eða „The Alchemist“. Hún hjálpaði mér að sjá lífið í öðruvísi ljósi. Andleg vinna er eitthvað sem við eigum að huga að allt okkar líf og þegar maður byrjar er það eitthvað sem verðum betri og betri í. Þannig getum við líka gefið meira af okkur,“ segir Pálína. 

„Ég var þessi týpa sem vildi sjúklega háa tónlist, mikinn hraða og mikið af kaloríum á heilsuúrinu. Var mjög oft tvo tíma á æfingu á dag. Í dag snýst þetta um að anda, njóta og finna vöðvana vinna og hreyfa sig aðeins hægar. Það má alveg vinna með sprengikraft en alltaf að láta vöðvana vinna en ekki liðamótin. Rúlla og teygja meira og hafa flæði í líkamanum. Reyna að hafa allar æfingar styttri en einn og hálfan klukkutíma, ef þær eru mikið lengri þá erum við að auka kortisól sem er stresshormónið okkar og þá erum við að gera meira slæmt en gott.“

Hugmyndir Pálínu um hreyfinug og heilbrigði hafa breyst mikið.
Hugmyndir Pálínu um hreyfinug og heilbrigði hafa breyst mikið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vill hvetja fólk áfram

Pálínu finnst meiri grámygla og depurð yfir fólki núna en fyrir heimsfaraldurinn. Er það meðal annars ástæða þess að hún er með átakið FabFeb á Instagram-síðunni sinni í gangi. 

„Fólk er komið með leið á því að mega ekki gera neitt, það er eins og við fullorðna fólkið erum allt í einu unglingar aftur og megum ekki neitt, sem er frekar skrítin staða. Mér finnst fólk sýna meiri streitueinkenni og samfélagið stressaðra. En ég finn núna þegar að þetta er vonandi að taka sinn síðasta hring að fólk er að koma til baka út úr skelinni og þess vegna fannst mér tilvalið að taka heilan mánuð og peppa fylgjendur áfram í lífinu og að hugsa um sjálfan sig, svo við munum ekki vera eins og hellisbúar að skríða út úr hellinum þegar að það kemur sumar.“

Pálína hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi en í faraldrinum mátti hún á tímabili ekki mæta í vinnuna sem einkaþjálfari. Hún var síðan ólétt og þegar hún eignaðist barnið gekk brjóstagjöfin ekki eins og hún vonaðist til. „Brjóstagjöfin gekk hræðilega illa og ég var mjög miður mín yfir því þar sem ég sá fyrir mér að geta verið með barnið á brjósti líkt og með eldri son minn. Mér fannst það svo mikil vonbrigði og fannst ég ekki vera að standa mig sem dró kraft úr mér.“

Þegar kemur að heilbrigði segir Pálína gott að setja sér lítil markmið í einu og gera þau að venjum og lífstíl. Hún hafa það í huga að fólk sigri ekki heiminn á einni nóttu. „Þannig getur maður orðið manneskjan sem maður þráir að vera með því að taka eitt skref í einu. Börnin byrja ekki að hlaupa þau byrja á því að sitja, svo skríða, svo labba og þannig eigum við að tækla lífið. Flestir vilja bara fara strax í sprett eða langhlaup sem virkar ekki þá brennum við okkur,“ segir Pálína. 

Pálína mælir með að setja sér lítil markmið í einu.
Pálína mælir með að setja sér lítil markmið í einu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hengir vandamál á trjágreinar og gegnur í burtu

Hvernig hugsar þú um heilsuna? 

„Ég reyni að sleppa öllum rotvarnarefnum og litarefnum í mat, það er mjög mikilvægt fyrir mig þar sem ég á mjög auðvelt með að safna bjúg, þá eru þessi efni ekki góð fyrir mig. Bjúgur er lífshættulegur ef hann er alltaf til staðar því það merkir að það er eitthvað ekki í lagi í líkamanum. Þannig ég reyni allt til þess að vinna bug á honum og mun einnig ræða mikið af þeim leiðum sem ég nota í story á Instagram. Ég nota mikið infrarauðar gufur, er meira að segja með eina heima, fer í heita og kalda potta það er gífurlega mikilvægt fyrir andlega heilsu þar sem kuldi eykur dópamín sem er gleðiefni heilans og hjálpar manni með þunga lund ásamt því að losa bólgur. Ég rúlla mig mikið og teygi og mun einnig sýna það. Borða lítinn sem engan sykur þar sem hann er eitur. Reyni að vera eins mikið og ég get í núinu og njóta augnabliksins. Ég æfi eitthvað smá á hverjum degi, en það er alltaf mismunandi hreyfing, því fjölbreytnin er mikilvæg svo að við fáum ekki leið. Það er líka mikilvægt að sinna tengslanetinu sínu og næra sálina með því að hitta vinkonur, vini og fjölskyldu.“

Hvað gerir þú til þess að slaka á og hlaða batteríin?

„Besta hreinsun sem ég fæ ef ég er upptrekkt er að fara í göngutúr þar sem eru há tré og hengja vandamálin mín á greinarnar og ganga í burtu. Trén eru hærri en við og því geta þau tekið frá okkur neikvæða orku. Sest í gufuna hérna heima og hlusta á góða jógatónlist og einbeiti mér að andadrættinum, hann er besta tengingin okkar við núið. Stundum leggst ég á náladýnuna mína og reyni að sökkva inn í sársaukann og losa hann úr líkamanum. Svo finnst mér afskaplega mikil endur hleðsla að dansa við góða tónlist. Ég prófaði að vísu KAP jóga hjá Sólum um daginn og það var mögnuð lífsreynsla, ég mun bókað fara þangað aftur þar sem ég var svo uppfull af orku eftir einn tíma.“

Stílisering og förðun: Andrea Bergsdóttir 

 

 mbl.is