Úkraína þakkar Íslandi og Systrum

Eurovision | 14. maí 2022

Úkraína þakkar Íslandi og Systrum

Miðstöð úkraínskra stjórnvalda í strategískum samskiptum og upplýsingaöryggi hefur komið á framfæri þökkum til Íslands, eftir að hljómsveitin Systur lét í ljós stuðning sinn við landið á sviðinu í Tórínó í kvöld.

Úkraína þakkar Íslandi og Systrum

Eurovision | 14. maí 2022

Systur á sviðinu í Tórínó í kvöld.
Systur á sviðinu í Tórínó í kvöld. AFP

Miðstöð úkraínskra stjórnvalda í strategískum samskiptum og upplýsingaöryggi hefur komið á framfæri þökkum til Íslands, eftir að hljómsveitin Systur lét í ljós stuðning sinn við landið á sviðinu í Tórínó í kvöld.

Miðstöð úkraínskra stjórnvalda í strategískum samskiptum og upplýsingaöryggi hefur komið á framfæri þökkum til Íslands, eftir að hljómsveitin Systur lét í ljós stuðning sinn við landið á sviðinu í Tórínó í kvöld.

Systurnar þrjár báru úkraínska fánann á gíturum sínum.

„Frið fyrir Úkraínu. Við elskum þig Evrópa,“ kölluðu þær að lokum eftir að flutningi lagsins lauk.

Sendiráð Úkraínu í Finnlandi, sem þjónar einnig gagnvart Íslandi, sendir sömuleiðis þakkir sínar.

mbl.is