Skynsamlegt að bíða með varnargarða

Alþingi | 3. júní 2022

Skynsamlegt að bíða með varnargarða

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að skynsamlegast sé að bíða átekta varðandi óróa á Reykjanesskaganum spurður um fyrirhugaða uppbyggingu varnargarða við Grindavík.

Skynsamlegt að bíða með varnargarða

Alþingi | 3. júní 2022

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að skynsamlegast sé að bíða átekta varðandi óróa á Reykjanesskaganum spurður um fyrirhugaða uppbyggingu varnargarða við Grindavík.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að skynsamlegast sé að bíða átekta varðandi óróa á Reykjanesskaganum spurður um fyrirhugaða uppbyggingu varnargarða við Grindavík.

Upplýsinga- og samráðsfundur Almannavarna og bæjaryfirvalda í Grindavík var haldinn í gær þar sem meðal annars var rætt um mögulega uppbyggingu á varnargörðunum.

„Þau sjónarmið eru uppi sem ég held að séu nokkuð skynsöm, er að það geti verið skortur á tíma til að reisa varnargarða í kjölfar eldgoss en hins vegar að ef við förum í einhverjar framkvæmdir fyrr getur verið að við setjum varnargarðinn upp vitlausu megin,“ segir Sigurður og bætir við að það gæti verið skynsamlegt að bíða með framkvæmd varnargarðs.

Reynslan frá Geldingadölum dýrmæt

Bendir Sigurður á að þeir hafi öðlast frábæra reynslu af byggingu varnargarða í eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra og að sú reynsla muni koma að góðum notum ef til kemur að það gjósi aftur.

Aðspurður segir Sigurður að auðvitað liggi á því að reisa varnargarð þar sem að það gæti gosið hvenær sem er en tekur einnig fram að náttúran sé óútreiknanleg. „Við ráðum auðvitað ekki við náttúruna og vitum ekki hvar gosið kemur upp,“ segir Sigurður og ítrekar að aðalatriðið sé að vera eins vel undirbúinn og hægt er. 

Þá segir Sigurður að í raun sé beðið átekta og vonað það besta. 

Spurður hvort að einhvers konar lagaflækjur eða skipulagsmál gætu hægt á uppbyggingu varnargarða ef til þess kæmi svarar Sigurður því neitandi og vísar til neyðarlaga eða neyðarráðsstafanna undir laga reglunni force majeure. 

mbl.is