Draumafrí fyrir fólk sem dýrkar að hangsa

Sólarlandaferðir | 29. júní 2022

Draumafrí fyrir fólk sem dýrkar að hangsa

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að dvelja á stað sem lítur út eins og mynd á póstkorti? Geta labbað á endalausri hvítri strönd og dýft tánum í túrkislitað haf? Dansað með innfæddum, drukkið caipirinha eins og þú getur í þig látið og farið í sápukúlupartí án þess að fá kjánahroll? Ef svo er þá gæti Dóminíska lýðveldið verið eitthvað fyrir þig. 

Draumafrí fyrir fólk sem dýrkar að hangsa

Sólarlandaferðir | 29. júní 2022

Hvítar strendur og tær sjór einkenna Punta Cana.
Hvítar strendur og tær sjór einkenna Punta Cana. mbl.is/Marta María

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að dvelja á stað sem lítur út eins og mynd á póstkorti? Geta labbað á endalausri hvítri strönd og dýft tánum í túrkislitað haf? Dansað með innfæddum, drukkið caipirinha eins og þú getur í þig látið og farið í sápukúlupartí án þess að fá kjánahroll? Ef svo er þá gæti Dóminíska lýðveldið verið eitthvað fyrir þig. 

Hefur þig einhvern tímann dreymt um að dvelja á stað sem lítur út eins og mynd á póstkorti? Geta labbað á endalausri hvítri strönd og dýft tánum í túrkislitað haf? Dansað með innfæddum, drukkið caipirinha eins og þú getur í þig látið og farið í sápukúlupartí án þess að fá kjánahroll? Ef svo er þá gæti Dóminíska lýðveldið verið eitthvað fyrir þig. 

Það voru frekar þreyttir og slæptir ferðalangar sem lögðu af stað í Dóminíska lýðveldið um miðjan febrúar. Þessir ferðalangar voru lúnir eftir allar lægðirnar sem höfðu farið yfir landið frá áramótum. Það voru þó ekki bara vetrarlægðir sem gerðu fólki lífið leiðinlegt heldur veira nokkur sem ekki verður minnst meira á hér. Draumurinn um að komast á annan og betri stað rættist á sjö og hálfum klukkutíma eða frá því gengið var um borð vél frá Icelandair og þangað til hún lenti á flugvellinum í Punta Cana.

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn skipulagði ferðina og var Helga Thorberg leikkona og rithöfundur fararstjóri. Það var vel til fallið því Helga bjó um tíma í Dóminíska lýðveldinu og þekkir hvern krók og kima eyjarinnar.

Þegar vélin lenti á flugvellinum í Punta Cana tóku dansandi íbúar landsins á móti hópnum en sú stemning sló tóninn fyrir komandi dvöl í landinu. Um leið og hópurinn lenti á þessum sólríka ævintýrastað tvístraðist hann og hélt á nokkur vel valin hótel.

Hótelið var við ströndina og þar var hægt að liggja …
Hótelið var við ströndina og þar var hægt að liggja undir strásólhlíf og hafa það náðugt. mbl.is/Marta María
Á hótelinu var notalegur útiveitingastaður þar sem hægt var að …
Á hótelinu var notalegur útiveitingastaður þar sem hægt var að fá bæði mat og drykki frá morgni til kvölds. mbl.is/Marta María

32 kílómetra löng strönd

Punta Cana-ströndin í Dómníska lýðveldinu er 32 km löng en fyrsta hótelið á svæðinu var byggt 1971. Það var frumkvöðullinn Frank Rainieri sem byggði hótelið ásamt Theodore Kheel sem var lögfræðingur í New York. Rainieri rak rykhreinsunarfyrirtæki og fannst vanta hótel á þennan framandi stað. Fyrsta hótelið sem þeir byggðu kallaðist Punta Cana Club. Á þeim tíma var ekki búið að byggja alþjóðaflugvöllinn í Punta Cana og þurfti fólk að koma með litlum einkavélum til að njóta lífsins á þessum heillandi stað. Á fyrsta hótelinu, Punta Cana Club, voru 40 herbergi og var svæðið þakið frumskógi sem þurfti að ryðja. Árið 1979 endurbyggðu þeir félagar hótelið og lögðu grunn að því að byggja alþjóðaflugvöll í Punta Cana svo fleiri gætu notið þessarar paradísar. Ekki bara fína fólkið sem hafði efni á að ferðast með einkaflugvélum. Alþjóðaflugvöllurinn í Punta Cana var opnaður 1984 og þá fóru hjólin að snúast. Árið 2000 hófst uppbygging íbúðabyggðar á svæðinu og árið 2006 var Tortuga Bay-hótelið í Punta Cana opnað en það er hannað af tískuhönnuðinum Oscar de la Renta. Í dag er Punta Cana vinsæll áfangastaður hjá fólki eins og Beyoncé, Jay Z, Mariah Carey, Carolina Herrera og Julio Iglesias. Charlize Theron hefur líka farið í frí til Punta Cana og það hafa Hillary og Bill Clinton sömuleiðis gert.

mbl.is/Marta María
Ströndin á Punta Cana er 35 km löng. Meðfram henni …
Ströndin á Punta Cana er 35 km löng. Meðfram henni eru hótel af öllum stærðum og gerðum. mbl.is/Marta María
Sólarvörn, stráhattur og lesefni eru mikilvægir ferðafélagar.
Sólarvörn, stráhattur og lesefni eru mikilvægir ferðafélagar. mbl.is/Marta María

Allt sem þú þarft

Þótt Punta Cana sé tilbúinn heimur sem búinn er til af framsæknum frumkvöðlum þá er hann ekki verri fyrir því. Það er ástæða fyrir vinsældum þessa staðar.

Meðfram ströndinni er aragrúi af hótelum af öllum stærðum og gerðum. Mörg af hótelunum bjóða upp á að allt sé innifalið í verðinu, eins og matur og drykkur, sem er hentugt á stað sem þessum. Á þessum slóðum er fólk ekki mikið að þvælast út fyrir svæðið nema til að fara í skemmtiferðir. Svæðið er þannig uppbyggt að hvert hótel er með sína sérstöðu, sína dagskrá og er lagður mikill metnaður í að fólk upplifi stemningu sem ekki er auðvelt að finna annars staðar í heiminum.

Hér má sjá skemmtilega hannaða sólbekki.
Hér má sjá skemmtilega hannaða sólbekki. mbl.is/Marta María
Við ströndina eru verslanir sem selja vörur eftir innfædda.
Við ströndina eru verslanir sem selja vörur eftir innfædda. mbl.is/Marta María

Bara fyrir 18 ára og eldri

Á Punta Cana Princess All Suites Resort & Spa er gaman að vera. Einn stærsti kosturinn við þetta hótel er að það er eingöngu fyrir 18 ára og eldri sem gerir það að verkum að það myndast öðruvísi stemning. Hótelið hentar vel fyrir pör en líka tilvalið fyrir vini sem vilja gera sér glaðan dag.

Á þessu hóteli eru fimm veitingastaðir sem gerir að verkum að enginn ætti að þurfa að vera með hungurverki í fríinu. Maturinn er alls konar. Þar er að finna mikið af ávöxtum og grænmeti en líka alls konar kjöt og fisk og fjölbreytta eftirrétti sem líta vel út. Þar er líka að finna einn strandbar, einn sundlaugarbar, einn bar í anddyri hótelsins og einn hálfgerðan hádegisbar eða morgunverðarbar. Á þessum börum flaut rommið og allt það sem fólk í þessum heimshluta kann að búa til. Þar var hægt að fá heimsins svölustu móhítóa og caipirinhur án hliðstæðu. Þær höfðu eiginlega ekki verið smakkaðar síðan á Kúbu hér um árið og því löngu tímabært að endurnýja kynnin við töfradrykki sem lita tilveruna í svo fallegum litum.

Það er góð stemning á Sabe a mar strandbarnum. Þar …
Það er góð stemning á Sabe a mar strandbarnum. Þar er spiluð hressileg tónlist og hægt að fá bæði mat og drykki. mbl.is/Marta María
Barinn er hannaður í suðrænum stíl.
Barinn er hannaður í suðrænum stíl. mbl.is/Marta María

Vatn og sólarvörn í bakpoka

Í febrúar var hitinn í kringum 28 gráður en það er svipað veðurfar allan ársins hring. Það var hlýtt og notalegt en aldrei of heitt þar sem hótelin eru við ströndina og hafgolan á sínum stað.

Það er til dæmis gott að koma sér upp rútínu á svona stað eins og að byrja daginn á morgunmat og kaffi. Klæða sig í sundföt og strandskó og setja nóg af vatni og sólarvörn í bakpoka og halda í gönguferðir meðfram ströndinni. Þar sem strandlengjan er 32 kílómetra löng var ekki hægt að labba hana þvera og endilanga. Það var þó hægt að skoða hana vel enda margt áhugavert að sjá á leiðinni. Það var alveg sama í hvora áttina var farið. Alltaf var eitthvað nýtt sem fyrir augu bar. Að labba berfættur í sandi og sjó er gott fyrir andlega og líkamlega heilsu og í þessu umhverfi er nánast hægt að labba endalaust. Það gerði það að verkum að stundum urðu göngutúrarnir fjögurra tíma langir í heildina. Þegar til baka var komið var fátt betra en að borða svolítið af mat og leggjast svo undir strásólhlíf og lesa bækur. Gleyma þannig stund og stað. Endurnýja orkuna og fá nýjar hugmyndir. Seinnipartinn, þegar orðið var of hvasst á ströndinni, var notalegt að færa sig í sundlaugagarðinn og halda áfram að lesa eða taka þátt skemmtuninni sem í boði var.

mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María

Engir starfsmenn á plani!

Starfsmenn hótelsins voru engir venjulegir lopasokkar með fýlusvip og kleprað hár. Þeir héldu partí á ströndinni, sungu, kenndu hótelgestum að hrista mjaðmirnar og einn daginn buðu þau upp á sápukúludiskó í sundlauginni. Fyrir fólk sem er ekki vant slíkri skemmtun var þetta framandi en líka bráðfyndið. Hingað til hafði það aðallega verið Ólafur Ragnar í Næturvaktinni sem dreymdi um slíka skemmtun og öllum fannst það fyndið. En svo einn daginn ertu orðinn hann og það í Karíbahafinu og þú getur ekki beðið eftir að fara aftur. Það eina sem fólk verður að passa er að fara í sturtu eftir sápukúlufjörið því ef fólk leggst á sólbekk strax á eftir gæti húðin brunnið hressilega.

Hægt er að fara í allskonar siglingar á Punta Cana. …
Hægt er að fara í allskonar siglingar á Punta Cana. Ein af ferðunum sem boðið er upp á er með sjóræningjaskipi sem sést hér á myndinni. mbl.is/Marta María
Liturinn á sjónum er tær.
Liturinn á sjónum er tær. mbl.is/Marta María

Hvað hefur Punta Cana fram yfir aðra sumardvalarstaði?

Fólk sem kann að meta frí á sólríkum stöðum og hefur heimsótt þá nokkra áttar sig á því strax að Punta Cana er allt öðruvísi. Loftið er ferskara og sólin einhvern veginn sterkari á þessum slóðum. Sjórinn er öðruvísi á litinn og ævintýrin eru á hverju strái því landið er frumstætt.

Það er því ekkert skrýtið að úttaugaðir Vesturlandabúar heimsæki stað eins og þennan. Einn helsti kosturinn fyrir fólk sem vinnur mikið er að netsamband er ekkert sérstakt. Besta netsambandið var til dæmis í anddyri hótelsins og það segir sig sjálft að fólk ferðast ekki inn í póstkortið sem það hefur alltaf dreymt um að heimsækja til þess að hanga eins og steikt rækja í símanum sínum. Allavega ekki meðan það getur lært að dansa salsa með innfæddum og drukkið eins mikið romm og það getur í sig látið.

Nú er búið að skipuleggja næstu ferð og verður hún farin 25. nóvember á þessu ári og stendur yfir í tíu daga. Þeir sem þrá örlitla pásu frá lífinu, svolítið romm og himneska náttúrufegurð ættu að skella sér með.

Það er skemmtilegt að labba meðfram strandlengjunni.
Það er skemmtilegt að labba meðfram strandlengjunni. mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María
mbl.is