Norður-Kórea afléttir grímuskyldu

Norður-Kórea | 13. ágúst 2022

Norður-Kórea afléttir grímuskyldu

Grímuskyldu hefur verið aflétt í Norður-Kóreu að mestu leyti og hefur leiðtorgi ríkisins lýst yfir sigri gegn Covid-19. Þetta kom fram í ríkismiðli Norður-Kóreu. 

Norður-Kórea afléttir grímuskyldu

Norður-Kórea | 13. ágúst 2022

N-Kórea hefur aflétt grímuskyldu að mestu leyti.
N-Kórea hefur aflétt grímuskyldu að mestu leyti. AFP

Grímuskyldu hefur verið aflétt í Norður-Kóreu að mestu leyti og hefur leiðtorgi ríkisins lýst yfir sigri gegn Covid-19. Þetta kom fram í ríkismiðli Norður-Kóreu. 

Grímuskyldu hefur verið aflétt í Norður-Kóreu að mestu leyti og hefur leiðtorgi ríkisins lýst yfir sigri gegn Covid-19. Þetta kom fram í ríkismiðli Norður-Kóreu. 

Fyrr í vikunni sökuðu stjórnvöld þar í landi Suður-Kóreu um að hafa borið sjúkdóminn til landsins, og hótuðu að að leggja Suður-Kóreu í rúst ef þess þyrfti. 

Engin smit greinast nú í landinu og náðist sú staða upp á mettíma samkvæmt ríkismiðlinum. 

Grímuskyldu var aflétt nær allsstaðar í landinu, að undanskildum landamærunum og vettvangi framlínustarfsmanna. 

Þó var fólki með flensulík einkenni ráðlagt að bera grímur og „hafa varann á“, verði það vitni af einhverju „grunsamlegu“ en þar er vísað til meints áróðurs frá suðurslóðum. 

mbl.is