Hár hiti í hrauninu kemur vísindamönnum á óvart

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. desember 2022

Hár hiti í hrauninu kemur vísindamönnum á óvart

Verulegur hiti mælist í hraunbreiðunni eftir jarðeldana í og við Fagradalsfjall í ár og í fyrra. Helst mælist hitinn næst gígunum enda er hraunið þykkast þar, allt að 100 metra þykkt í tilviki fyrra gossins og um 35 metra þykkt nærri þeim gígum sem urðu til í lok síðasta sumars.

Hár hiti í hrauninu kemur vísindamönnum á óvart

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. desember 2022

Frá gosstöðvunum í ágúst.
Frá gosstöðvunum í ágúst. mbl.is/Hákon

Verulegur hiti mælist í hraunbreiðunni eftir jarðeldana í og við Fagradalsfjall í ár og í fyrra. Helst mælist hitinn næst gígunum enda er hraunið þykkast þar, allt að 100 metra þykkt í tilviki fyrra gossins og um 35 metra þykkt nærri þeim gígum sem urðu til í lok síðasta sumars.

Verulegur hiti mælist í hraunbreiðunni eftir jarðeldana í og við Fagradalsfjall í ár og í fyrra. Helst mælist hitinn næst gígunum enda er hraunið þykkast þar, allt að 100 metra þykkt í tilviki fyrra gossins og um 35 metra þykkt nærri þeim gígum sem urðu til í lok síðasta sumars.

Frá þessu greinir rannsóknarstofa Háskóla Íslands á sviði eldfjallafræða og náttúruvár.

Stofan deilir korti á Facebook, sem byggist á hitamælingum sem gerðar voru á mánudaginn.

Segir þar að hár hiti komi á óvart í hrauninu, fremst í Nátthaga annars vegar og suðaustast í Meradölum hins vegar.

Bráðin kvika braust út úr kjarnanum

Varðandi hitann í Nátthaga segir að hann stafi hugsanlega af því að innri kjarni hraunsins hafi haldist nægilega heitur eftir að gosi lauk, til þess að flæða fram og viðhalda hitanum fremst í Nátthaga.

Um svæðið suðaustast í Meradölum segir að þar hafi bráðin kvika, úr kjarna þess hrauns sem rann árið 2021, brotist út um yfirborðssprungu í ágúst á þessu ári vegna fergingar af nýju hraunbreiðunni.

„Greinilegt að þarna hefur skotist inn og situr enn þá verulegt magn af heitri kviku sem skýrir upplyftinguna sem varð á 2021 hraunyfirborðinu á þessu svæði samfara kvikuútflæðinu.“

mbl.is