Gummi kíró ekki með sín gleraugu í sólinni

Fatastíllinn | 10. janúar 2023

Gummi kíró ekki með sín gleraugu í sólinni

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er ekki hættur að nota sólgleraugu frá öðrum merkjum þrátt fyrir að hafa gefið út sína eigin línu, Moxen Eyewear, á síðasta ári. 

Gummi kíró ekki með sín gleraugu í sólinni

Fatastíllinn | 10. janúar 2023

Gummi kíró gengur ekki bara um með Moxen Eyewear-sólgleraugu.
Gummi kíró gengur ekki bara um með Moxen Eyewear-sólgleraugu. Ljósmynd/Arnór Trausti

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er ekki hættur að nota sólgleraugu frá öðrum merkjum þrátt fyrir að hafa gefið út sína eigin línu, Moxen Eyewear, á síðasta ári. 

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er ekki hættur að nota sólgleraugu frá öðrum merkjum þrátt fyrir að hafa gefið út sína eigin línu, Moxen Eyewear, á síðasta ári. 

Guðmundur birti mynd af tveimur sólarvörnum og Tom Ford-sólgleraugnaboxi. Hann hefur dvalið undanfarna daga í sólinni á Tenerife og því bæði sólarvörn og sólgleraugu þarfaþing. 

Guðmundur og unnusta hans, athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, gáfu út sína eigin sólgleraugnalínu, Moxen Eyewear, á síðasta ári. Í kjölfarið var línan gagnrýnd harðlega og heyrðust raddir um að gleraugun væru af Ali Express eða sambærilegri síðu. Guðmundur svaraði því og sagði ekkert hæft í þeim málflutningi.

Guðmundur og Lína eru bæði þekkt fyrir að vera hrifin af merkjavöru, en þau eru miklir tískuspekúlantar og skella sér reglulega til borgar hátískunnar, Parísar í Frakklandi. 

Gummi notar líka sólgleraugu frá Tom Ford.
Gummi notar líka sólgleraugu frá Tom Ford. Skjáskot/Instagram
mbl.is