Veit ekki hvar guli kjóllinn er

Fatastíllinn | 28. janúar 2023

Veit ekki hvar guli kjóllinn er

Leikkonan Kate Hudson gerði allt vitlaust í kvikmyndinni How to Lose a Guy in 10 Days sem kom út fyrir 20 árum. Það muna ekki allir eftir hvað gerðist á milli hennar og Matthews McConaugheys í myndinni en það muna allir eftir gula kjólnum á plakatinu. 

Veit ekki hvar guli kjóllinn er

Fatastíllinn | 28. janúar 2023

Kate Hudson og Matthew McConaughey í myndinni How to Lose …
Kate Hudson og Matthew McConaughey í myndinni How to Lose a Guy in 10 Days sem kom út í febrúar 2003. Hér er hún í gula kjólnum. HO

Leikkonan Kate Hudson gerði allt vitlaust í kvikmyndinni How to Lose a Guy in 10 Days sem kom út fyrir 20 árum. Það muna ekki allir eftir hvað gerðist á milli hennar og Matthews McConaugheys í myndinni en það muna allir eftir gula kjólnum á plakatinu. 

Leikkonan Kate Hudson gerði allt vitlaust í kvikmyndinni How to Lose a Guy in 10 Days sem kom út fyrir 20 árum. Það muna ekki allir eftir hvað gerðist á milli hennar og Matthews McConaugheys í myndinni en það muna allir eftir gula kjólnum á plakatinu. 

„Ég er viss um að hann er einhvers staðar,“ sagði Hudson í viðtali við vef ET þegar hún var spurð út í kjólinn og taldi framleiðslufyrirtækið vera með hann. „Paramount er örugglega með hann einhvers staðar.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hudson er spurð út í kjólinn á undanförnum árum. „Veistu hvað? Ég hef ekki hugmynd um hvar kjóllinn er! Ég veit að Carolina Herrera og frábæru búningahönnuðirnir okkar hönnuðu kjólinn með teymi Carolinu. Ég veit ekki hvar hann er en mér finnst ég ætti að finna hann,“ sagði Hudson í viðtali við Elle árið 2021 þegar hún var spurð hvað hefði orðið um kjólinn. Hún hefur greinilega ekki nýtt síðustu tvö ár til þess að leita.

Gult fer greinilega Kate Hudson vel.
Gult fer greinilega Kate Hudson vel. AFP
mbl.is