Notar augnskugga eftir klæðnaði og skapi

Snyrtibuddan | 18. febrúar 2023

Notar augnskugga eftir klæðnaði og skapi

María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun og hot jóga-kennari hjá World Class, er mikil áhugakona um góða húðumhirðu. Hún fer reglulega í laserlyftingu og lúxushúðslípun til þess að viðhalda fallegri húð. Leynitrixið hennar er þó einfalt en það er góður varasalvi.

Notar augnskugga eftir klæðnaði og skapi

Snyrtibuddan | 18. febrúar 2023

María Hólm hugsar vel um húðina.
María Hólm hugsar vel um húðina. mbl.is/Árni Sæberg

María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun og hot jóga-kennari hjá World Class, er mikil áhugakona um góða húðumhirðu. Hún fer reglulega í laserlyftingu og lúxushúðslípun til þess að viðhalda fallegri húð. Leynitrixið hennar er þó einfalt en það er góður varasalvi.

María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun og hot jóga-kennari hjá World Class, er mikil áhugakona um góða húðumhirðu. Hún fer reglulega í laserlyftingu og lúxushúðslípun til þess að viðhalda fallegri húð. Leynitrixið hennar er þó einfalt en það er góður varasalvi.

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Morgunrútínan er hreinsun á húðinni með hreinsimjólk frá SkinCeuticals, tóner og að lokum serum og krem. Núna er ég að nota C E Ferulic-serum frá SkinCeuticals sem jafnar húðtóninn og eykur ljóma, en Húðfegrun er að taka það merki inn núna á næstu vikum. Kvöldrútínan er svipuð, hreinsa fyrst farða af að mestu, svo nota ég hreinsi og tóner frá The Ordinary. Serum á kvöldin er til dæmis Retinol. Serumin sem ég er að nota hvort sem er á morgnana eða kvöldin eru mismunandi, ég reyni að rótera þeim aðeins fyrir besta virkni. Sömuleiðis með kremin. Einnig fer ég reglulega í lúxushúðslípun, þar sem notaðar eru sýrur og serum og húðin yfirborðshreinsuð. Einnig fer ég í laserlyftingu, á um þriggja mánaða fresti þar sem kollagenframleiðsla er örvuð. Hvort tveggja hjá Húðfegrun,“ segir María.

Vörur frá SkinCeuticals eru í miklu uppáhaldi.
Vörur frá SkinCeuticals eru í miklu uppáhaldi.
María notar reglulega hreinsi og tóner frá The Ordinary.
María notar reglulega hreinsi og tóner frá The Ordinary.Finnst þér þú hugsa öðruvísi um húðina núna en fyrir um tíu árum?

„Það er ekki mikill munur á því hvernig ég hugsa um húðina í dag eða þegar ég var yngri. Ég hef alltaf verið dugleg að prófa ýmsar meðferðir til að örva húðina og notað góð krem og serum. Laserlyftingin bættist svo við fyrir um fjórum árum.“

Hefur þú þurft að takast á við vandamál tengd húðinni?

„Ég fór að fá bólur þegar ég var um 24 ára, eftir að ég átti annað barnið mitt og fór á Roaccutane. Ég þurfti að endurtaka þá meðferð aftur tíu árum seinna. Sú reynsla átti sinn þátt í að ég fór að hugsa extra vel um húðina.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég nota Rebalancing-farða frá Neauvia sem er mjög rakagefandi. Ég nota augnskugga í lit eftir klæðnaði eða skapi en mér finnst mjög gaman að nota allskonar liti. Augnblýantur sömuleiðis í litum. Núna er ég með bleikan kinnalit frá Mac, B30 Gentle. Uppáhaldsmaskarinn þessa dagana er Better than Sex frá Too Faced. Að lokum nota ég augabrúnagel.“

Bleikur kinnalitur frá Mac lífgar upp á daginn.
Bleikur kinnalitur frá Mac lífgar upp á daginn.
María notar maskarann Better Than Sex frá Too Faced.
María notar maskarann Better Than Sex frá Too Faced.En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Allt ýktara og sterkari litir. Jafnvel glimmer og kinnalitur með meira shimmer. Ég legg yfirleitt meiri áherslu á augun og með frekar „neutral“ varalit eins og til dæmis Daddy’s girl frá Mac.“

Guðrún Selma Sigurjónsdóttir

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til?

„Fyrir venjulega dagförðun, ca. 10-15 mín.“

Hvað er helst að finna í snyrtibuddunni þinni?

„Farði, maskari, augnblýantur, augnskuggi, kinnalitur, augabrúnagel og Decubal-varasalvi sem er ómissandi til að halda vörunum mjúkum og kyssilegum.“

Varasalvi frá Decubal er nauðsynlegur.
Varasalvi frá Decubal er nauðsynlegur.

Áttu þér uppáhaldsvörur?

„Mac og Urban Decay eru ofarlega þegar kemur að förðun. SkinCeuticals og The Ordinary fyrir húðumhirðu.“

Er eitthvað á óskalistanum?

„A.G.E Eye complex-augnkrem og A.G.E Interrupter frá SkinCeuticals sem er dag- og næturkrem.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Nudd, góðir maskar eða ávaxtasýrur eru klárlega toppurinn á tilverunni.“

María fer meðal annars í nudd þegar hún vill dekra …
María fer meðal annars í nudd þegar hún vill dekra við sig. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is