Nýr „fegurðar-filter“ á TikTok gæti reynst skaðlegur

Andleg heilsa | 8. mars 2023

Nýr „fegurðar-filter“ á TikTok gæti reynst skaðlegur

Sálfræðingurinn Gwendolyn Seidman hefur áhyggjur af því að nýjasti „fegurðar-filterinn“ á samfélagsmiðlinum TikTok gæti reynst skaðlegur geðheilsu ungmenna, og þá sérstaklega unglingsstúlkna. Hún birti grein um „filterinn“ og áhrif hans á Psychology Today

Nýr „fegurðar-filter“ á TikTok gæti reynst skaðlegur

Andleg heilsa | 8. mars 2023

Ljósmynd/Pexels/cottonbro studio

Sálfræðingurinn Gwendolyn Seidman hefur áhyggjur af því að nýjasti „fegurðar-filterinn“ á samfélagsmiðlinum TikTok gæti reynst skaðlegur geðheilsu ungmenna, og þá sérstaklega unglingsstúlkna. Hún birti grein um „filterinn“ og áhrif hans á Psychology Today

Sálfræðingurinn Gwendolyn Seidman hefur áhyggjur af því að nýjasti „fegurðar-filterinn“ á samfélagsmiðlinum TikTok gæti reynst skaðlegur geðheilsu ungmenna, og þá sérstaklega unglingsstúlkna. Hún birti grein um „filterinn“ og áhrif hans á Psychology Today

„Fegurðar-filterinn“ sem um ræðir hefur notið gríðarlegra vinsælda á miðlinum undanfarna daga, en hann „fegrar“ andlit notenda með því að skapa gallalausa húð og breyta hlutföllum andlitsins. 

Samanburður fari strax af stað

Útkoman þykir afar raunveruleg þar til „filterinn“ er tekinn af, en þá blasir við notendum raunverulegt útlit þeirra. Seidman segir mikinn samanburð fara af stað samstundis og telur þennan nýja „filter“ vera afar mikilvægan hluta af samtali um aukningu á geðrænum vandamálum meðal unglingsstúlkna. 

Rannsóknir hafa sýnt að þegar einstaklingar fylgjast með fólki sem passar inn í óraunhæfa fegurðarstaðla og notast til dæmis við myndvinnsluforrit eða „filtera“ á samfélagsmiðlum, þá veldur það óánægju með eigið útlit og einstaklingar upplifa sig minna aðlaðandi. 

Lúmskari áhrif en við gerum okkur grein fyrir

Með þessum nýja „fegurðar-filter“ fer samanburðurinn hins vegar frá því að vera á milli manns sjálfs og annarrar manneskju í að vera á milli manns sjálfs og breyttri útgáfu af manni. 

Seidman segir þetta geta haft lúmskari áhrif en við gerum okkur grein fyrir, enda sýni „filterinn“ fólki í rauntíma hvernig það „ætti“ að líta út samkvæmt óraunhæfum fegurðarstöðlum. Um leið og slökkt er á „filternum“ líkar einstaklingum ekki við það sem þeir sjá, og það sé vandamálið. 

mbl.is