Svona lætur þú augun virka bjartari

Snyrtibuddan | 25. mars 2023

Svona lætur þú augun virka bjartari

Samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle gerði allt vitlaust á TikTok þegar hún póstaði myndbandi af sér þar sem hún sýndi einfalda en fallega augnförðun. Earle notaði hvítan augnblýant í vatnslínu augnanna og er það fullkomin leið til þess að láta augun virðast stærri og bjartari. 

Svona lætur þú augun virka bjartari

Snyrtibuddan | 25. mars 2023

Samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle og söng- og leikkonan Lady Gaga.
Samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle og söng- og leikkonan Lady Gaga. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle gerði allt vitlaust á TikTok þegar hún póstaði myndbandi af sér þar sem hún sýndi einfalda en fallega augnförðun. Earle notaði hvítan augnblýant í vatnslínu augnanna og er það fullkomin leið til þess að láta augun virðast stærri og bjartari. 

Samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle gerði allt vitlaust á TikTok þegar hún póstaði myndbandi af sér þar sem hún sýndi einfalda en fallega augnförðun. Earle notaði hvítan augnblýant í vatnslínu augnanna og er það fullkomin leið til þess að láta augun virðast stærri og bjartari. 

Þetta ákveðna förðunarbragð, þó ekki nýtt af nálinni er að upplifa sinn tíma í sviðsljósinu þökk sé samfélagsmiðlastjörnunni enda er hvíti augnblýanturinn stór hluti af hennar einkennisstíl. 

Augnförðunin sem virðist þægileg og áreynslulaus er þó ekki alveg eins auðveld í framkvæmd þar sem hvíti liturinn getur komið út of áberandi og skrípalegur.

Sarah Tanno, förðunarfræðingur Lady Gaga sat fyrir svörum hjá Eonline um hvernig best er að ná fram útlitinu enda er það stór hluti af förðun poppstjörnunnar. 

„Taktu vatnsheldan blýant eins og Haus Labs Optic Intensity Eco Liner í litnum White Onyx Matter og dragðu frá augnhorninu og alla leið til enda,“ útskýrði Tanno sem er listrænn stjórnandi hjá Haus Labs. „Ef þú vilt opna augað enn frekar geturðu farið lengra út fyrir augnlínuna og litað síðan með svörtum augnblýanti til að ná hinu goðsagnakenndaútliti Elizabeth Taylor.“

@alixearle

You guys know I’ve had out the white eyeliner since day 1

♬ I always forget abt this audio - ☆
 

mbl.is