Ekki gera þetta ef þú vilt passa upp á augnhárin

Förðunarráð | 16. apríl 2023

Ekki gera þetta ef þú vilt passa upp á augnhárin

Allir vilja viðhalda þykkum og góðum augnhárum frameftir aldri. Eldri konur þurfa sérstaklega að gæta augnháranna þar sem hárvöxtur minnkar með aldrinum. Þá skiptir máli að velja vandaðan maskara sem ertir ekki augun og þynnir ekki augnhárin.

Ekki gera þetta ef þú vilt passa upp á augnhárin

Förðunarráð | 16. apríl 2023

Það þarf að gæta þess að fara mildum höndum um …
Það þarf að gæta þess að fara mildum höndum um augun og augnhárin. Unsplash.com/Coline Hasle

Allir vilja viðhalda þykkum og góðum augnhárum frameftir aldri. Eldri konur þurfa sérstaklega að gæta augnháranna þar sem hárvöxtur minnkar með aldrinum. Þá skiptir máli að velja vandaðan maskara sem ertir ekki augun og þynnir ekki augnhárin.

Allir vilja viðhalda þykkum og góðum augnhárum frameftir aldri. Eldri konur þurfa sérstaklega að gæta augnháranna þar sem hárvöxtur minnkar með aldrinum. Þá skiptir máli að velja vandaðan maskara sem ertir ekki augun og þynnir ekki augnhárin.

Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga:

1. Ekki nota gamlan maskara

Þetta er einfalt ráð en margir klikka samt á þessu veigamikla atriði. Ekki skal nota gamlan maskara því efnin í úreltum maskara geta skaðað styrk augnháranna.

2. Ekki nota heitan augnhárabrettara

Að vera stöðugt að sveigja augnhárin getur leitt til þess að þau brotni miklu frekar. 

3. Notaðu mildan maskara

Maskari sem inniheldur mörg aukaefni getur valdið mikilli ertingu og fær þig til þess að nudda mikið augun. Þannig missir maður frekar augnhár. Það er því mikilvægt að nota maskara sem er mildur með gott PH gildi. 

4. Ekki nota vatnsheldan maskara

Það er erfitt að ná vatnsheldum maskara af auk þess sem hann þurrkar augnhárin, gerir þau þynnri og viðkvæmari.

5. Ekki rífa gerviaugnhárin af

Límið sem fylgir mörgum gerviaugnhárum er óvandað. Það að toga gerviaugnhár af getur leitt til þess að skaða augnhárin.

6. Hafðu þetta í huga þegar þú velur maskara

Óvandaðir maskarar eru ekki með bursta sem aðskilur þunn og viðkvæm augnhár. Þannig fær maður klessur á augnhárin.

Óvandaðir maskarar eru ekki vandlega ofnæmisprófaðir og geta valdið ertingu.

Óvandaðir maskarar þurrka augnhárin og það er erfitt að ná þeim af sem leiðir til aukins skaða á augnhárunum.

mbl.is