Þetta er besti tíminn til að ferðast

Ferðaráð | 18. apríl 2023

Þetta er besti tíminn til að ferðast

Þegar skipuleggja á ferðalag er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Fyrsta skrefið er að panta flug, en það getur skipt máli klukkan hvað flugið fer. Þegar komið er á áfangastað notast margir annað hvort við lest eða strætó, en þar skiptir líka máli hvað klukkan er. 

Þetta er besti tíminn til að ferðast

Ferðaráð | 18. apríl 2023

Ert þú að fara ferðast með lest, flugvél eða strætó …
Ert þú að fara ferðast með lest, flugvél eða strætó erlendis? Tími dags gæti haft áhrif á verð og þægindi. Samsett mynd

Þegar skipuleggja á ferðalag er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Fyrsta skrefið er að panta flug, en það getur skipt máli klukkan hvað flugið fer. Þegar komið er á áfangastað notast margir annað hvort við lest eða strætó, en þar skiptir líka máli hvað klukkan er. 

Þegar skipuleggja á ferðalag er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Fyrsta skrefið er að panta flug, en það getur skipt máli klukkan hvað flugið fer. Þegar komið er á áfangastað notast margir annað hvort við lest eða strætó, en þar skiptir líka máli hvað klukkan er. 

Ferðavefur Travel + Leisure hafði samband við sérfræðinga í samgöngumálum sem fóru yfir nokkra hluti sem ferðalangar ættu að hafa í huga til að tryggja bestu verðin og minnstu traffíkinna.

Besti tími dags til að ferðast með flugvél

Almennt þykja morgunflug ákjósanlegri en síðdegis- eða kvöldflug vegna þess að það eru yfirleitt færri vandamál sem koma upp fyrr á daginn. Það er ólíklegra að morgunflug verði fyrir seinkunum eða afbókunum, enda ekki önnur flug sem eru tefja flug á þessum tíma dags.

Morgunflug eru einnig óvinsælli en önnur flug, en þar af leiðandi hafa þau tilhneigingu til að vera ódýrari í sumum tilfellum.

Sérfræðingar segja morgunflug í flestum tilfellum vera hagstæðust.
Sérfræðingar segja morgunflug í flestum tilfellum vera hagstæðust. Ljósmynd/Unsplash/Clay Banks

Besti tími dags til að ferðast með lest

Álagstíminn í lestum er svipaður og í bílaumferðinni, en bæði morgnar og kvöld eru líklegri til að vera bæði annasamari og dýrari. „Besti tíminn til að ferðast með lest er síðdegis, milli klukkan 12:00 og 17:00,“ sagði Staffo Dobrev, samskiptastjóri ferðaleitarvélarinnar Wanderu og bætti við að innan þessa tímaramma geti fargjöld verið allt að 33% ódýrari.

Lestarferðir milli klukkan 12:00 og 17:00 geta verið allt að …
Lestarferðir milli klukkan 12:00 og 17:00 geta verið allt að 33% ódýrari. Ljósmynd/Unsplash/Jordan Steranka

Besti tími dags til að ferðast með strætó

Það eru tveir megin þættir sem hafa þarf í huga þegar ferðast er með strætó erlendis, en það eru umferð á háannatíma og miðaverð. Ef þú þarft að vera komin á réttum tíma er mælt með að forðast háannatíma eins og hægt er.

Þegar kemur að miðaverði eru bestu verðin hins vegar á morgnanna. Samkvæmt rannsókn Dobrev geta ferðamenn sparað allt að 15% á strætómiðum ef brottför er milli klukkan 6:00 og 12:00. 

Miðaverð getur verið allt að 15% ódýrara á milli klukkan …
Miðaverð getur verið allt að 15% ódýrara á milli klukkan 6:00 og 12:00. Ljósmynd/Unsplash/Mollie Sivaram
mbl.is