Icelandair kynnir nýjan áfangastað á Ítalíu

Ítalía | 26. apríl 2023

Icelandair kynnir nýjan áfangastað á Ítalíu

Icelandair tilkynnir í dag nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu, Verona á Ítalíu. Flogið verður einu sinni í viku frá 20. desember 2023 til 2. mars 2024.

Icelandair kynnir nýjan áfangastað á Ítalíu

Ítalía | 26. apríl 2023

Icelandair mun byrja að fljúga til Verona á Ítalíu hinn …
Icelandair mun byrja að fljúga til Verona á Ítalíu hinn 20. desember næstkomandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair tilkynnir í dag nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu, Verona á Ítalíu. Flogið verður einu sinni í viku frá 20. desember 2023 til 2. mars 2024.

Icelandair tilkynnir í dag nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu, Verona á Ítalíu. Flogið verður einu sinni í viku frá 20. desember 2023 til 2. mars 2024.

Icelandair hefur áður flogið til Verona en nú er í fyrsta sinn boðið upp á áætlunarflug þangað. 

„Verona er spennandi áfangastaður og frábær viðbót við úrval skíðaferða sem Icelandair býður upp á. Við höfum áður flogið til Verona í leiguflugi en með samþættingu Icelandair og Vita hefur okkur gefist tækifæri til að taka fleiri áfangastaði inn í áætlun félagsins og þar með bjóða upp á fjölbreyttari ferðir, hvort sem er skipulagðar ferðir eða flug eingöngu,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu Icelandair.

Verona verður hluti af öflugri áætlun Icelandair yfir skíðatímabilið, en helstu skíðaáfangastaðirnir fyrir veturinn 2023 til 2024 eru München, Salzburg, Zürich, Verona, Osló og Vancouver.

mbl.is