ASÍ styður frumvarp ráðherra með trega

Húsnæðismarkaðurinn | 19. maí 2023

ASÍ styður frumvarp ráðherra með trega

Kaflaskil urðu í íslenskri húsnæðissögu, og stjórnvöld játuðu sig sigruð þegar kemur að því grundvallarhlutverki að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins aðgang að tilhlýðilegu húsnæði, þegar lagt var fram frumvarp til laga sem kveða á um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags-og byggingarlöggjöf og skipulagi.

ASÍ styður frumvarp ráðherra með trega

Húsnæðismarkaðurinn | 19. maí 2023

Í umsögninni lýsir ASÍ yfir vonbrigðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda og …
Í umsögninni lýsir ASÍ yfir vonbrigðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda og krefst þess að þau axli ábyrgð á afleitri stöðu húsnæðismarkaðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Kaflaskil urðu í íslenskri húsnæðissögu, og stjórnvöld játuðu sig sigruð þegar kemur að því grundvallarhlutverki að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins aðgang að tilhlýðilegu húsnæði, þegar lagt var fram frumvarp til laga sem kveða á um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags-og byggingarlöggjöf og skipulagi.

Kaflaskil urðu í íslenskri húsnæðissögu, og stjórnvöld játuðu sig sigruð þegar kemur að því grundvallarhlutverki að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins aðgang að tilhlýðilegu húsnæði, þegar lagt var fram frumvarp til laga sem kveða á um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags-og byggingarlöggjöf og skipulagi.

Þannig hefst umsögn Alþýðusambands Íslands við stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem send var til umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni.

Heildarsýn skorti

Í umsögninni segir að afleit staða húsnæðismála á Íslandi sé tilkomin vegna ábyrgðarflótta ríkis og sveitarfélaga og skorts á heildarsýn í málaflokknum. Einnig lýsir ASÍ verulegum vonbrigðum yfir lítilli umfjöllun og skorti á aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við stöðu mála á húsnæðismarkaði.

Þá er vísað til þess að frumvarpið geri einungis ráð fyrir 2,9% viðbótarframlagi í  húsnæðisstuðning og að ekki séu gerðar breytingar á fyrirliggjandi forsendu um fjármögnun og uppbyggingu óhagnaðardrifinna leiguíbúða, þrátt fyrir að allir stjórnmálaflokkar hafi komist að samkomulagi um að þörf væri á auknum framlögum til almenna íbúðakerfisins fyrir síðustu kosningar.

Stjórnvöld axli ábyrgð

„Íslenskur leigumarkaður er óskipulagður og hlutfall óhagnaðardrifins húsnæðis er lágt, leigjendur njóta takmarkaðrar verndar og hafa veika samningsstöðu,“ segir í umsögninni, en í henni krefst ASÍ þess að stjórnvöld axli ábyrgð á húsnæðisskortinum og skorar á að ráðist sé í raunverulegar úrbætur til þess að koma í veg fyrir framlengingu þeirra tímabundnu undanþága sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Þrátt fyrir yfirlýst vonbrigði og skort á aðgerðum stjórnvalda á húsnæðismarkaði telur ASÍ þó að frumvarpið þurfi að ná fram að ganga og styður það með trega.

Umsögnina í heild sinni má finna hér.

mbl.is