Guðmundur og Guðrún Veiga hjón í sjö ár

Brúðkaup | 14. ágúst 2023

Guðmundur og Guðrún Veiga hjón í sjö ár

Sjö ár eru liðin frá því áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Guðmundur Þór Valsson sjómaður gengu í það heilaga í Eskifjarðarkirkju. Brúðkaupið vakti þó nokkra athygli og voru rúmlega 13 þúsund manns sem fylgdust með því í gegnum Snapchat.

Guðmundur og Guðrún Veiga hjón í sjö ár

Brúðkaup | 14. ágúst 2023

Guðmundur Þór Valsson og Guðrún Veiga Guðmundsdóttur gengu í hjónaband …
Guðmundur Þór Valsson og Guðrún Veiga Guðmundsdóttur gengu í hjónaband hinn 13. ágúst 2016.

Sjö ár eru liðin frá því áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Guðmundur Þór Valsson sjómaður gengu í það heilaga í Eskifjarðarkirkju. Brúðkaupið vakti þó nokkra athygli og voru rúmlega 13 þúsund manns sem fylgdust með því í gegnum Snapchat.

Sjö ár eru liðin frá því áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Guðmundur Þór Valsson sjómaður gengu í það heilaga í Eskifjarðarkirkju. Brúðkaupið vakti þó nokkra athygli og voru rúmlega 13 þúsund manns sem fylgdust með því í gegnum Snapchat.

Í tilefni dagsins birti Guðrún Veiga fallega færslu á Instagram-reikningi sínum með myndaröð frá deginum. 

„Það eru litlu hlutirnir, þessir agnarsmáu hversdagslegu hlutir sem þú gerir fyrir mig, sem gera líf mitt með þér svo stórkostlegt,“ byrjaði Guðrún Veiga að skrifa í færslunni og taldi svo upp hina ýmsu hversdagslegu hluti sem eiginmaður hennar gerir fyrir hana.

Smartland óskar Guðmundi og Guðrúnu Veigu til hamingju með ástina!

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

mbl.is