Varar fólk við mistökum sem hún gerði í Íslandsferðinni

Ferðaráð | 17. ágúst 2023

Varar fólk við mistökum sem hún gerði í Íslandsferðinni

Ferðalangurinn Talia Lakritz fór í sína fyrstu ferð til Íslands í júní og skemmti sér drottningarlega. Lakritz gerði þó nokkur mistök þegar kom að ferðalaginu, þar á meðal í því sem hún pakkaði niður og hverju hún gleymdi að taka með sér. 

Varar fólk við mistökum sem hún gerði í Íslandsferðinni

Ferðaráð | 17. ágúst 2023

Talia Lakritz tók meðal annars með sér of stóran handfarangur.
Talia Lakritz tók meðal annars með sér of stóran handfarangur. Samsett mynd

Ferðalangurinn Talia Lakritz fór í sína fyrstu ferð til Íslands í júní og skemmti sér drottningarlega. Lakritz gerði þó nokkur mistök þegar kom að ferðalaginu, þar á meðal í því sem hún pakkaði niður og hverju hún gleymdi að taka með sér. 

Ferðalangurinn Talia Lakritz fór í sína fyrstu ferð til Íslands í júní og skemmti sér drottningarlega. Lakritz gerði þó nokkur mistök þegar kom að ferðalaginu, þar á meðal í því sem hún pakkaði niður og hverju hún gleymdi að taka með sér. 

Deilir Lakritz mistökunum með lesendum á fréttaveitunni Insider sem fyrirbyggjandi ráðum til annarra sem hafa í huga að ferðast til landsins. 

  • Of stór handfarangur: Lakritz tók einungis handfarangur með sér í fimm daga ferðina til Íslands. Þegar hún kom að hliðinu fyrir flug sitt með Icelandair komst hún hins vegar að því að taskan var of stór. Lakritz þakkar þó fyrir það að hafa ekki þurft að greiða aukalega fyrir að tékka töskuna inn. Hvetur hún því fólk að grandskoða stærðartakmarkanir áður en farið ef af stað í flugið og mun hún passa sig á því sama í framtíðinni.

  • Ódýrasta bílaleigan of langt frá flugstöðinni: Lakritz sá eftir því að hafa reynt að spara sér nokkrar krónur með því að velja ódýrustu bílaleiguna. Kom það nefnilega í ljós að hún var staðsett í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum en eina skutlan sem í boði var keyrði þangað einungis á hálftímafresti. Segist hún því ætla næst að eyða aðeins meira í að komast fyrr út af flugvellinum.

  • Tilgangslaust að kaupa vatnshelt símahulstur: Eins og flestir ferðalangar sem koma til Íslands skellti Lakritz sér á nokkra af þeim fjölmörgu baðstöðum sem í boði eru hér á landi. Segist hún hafa keypt vatnshelt símahulstur til þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af símanum á meðan hún naut sín. Hins vegar hafi hulstrið verið til trafala og endaði hún á því að halda bara á símanum sínum.

  • Óþarfi að taka of mikið af hlýjum fötum yfir sumartímann: Lakritz var búin að kynna sér íslenska veðráttu og tók því með sér hlýja fylgihluti, líkt og húfu, trefil og vettlinga, með sér til landsins. Hún þurfti þó ekki á því að halda í ferð sinni og tóku hlýju fötin því bara óþarfa pláss í farangrinum. Segir hún að það hafi dugað henni að vera með vatnsheldan jakka og eina húfu.

  • Handklæði ekki innifalin í aðgangseyrinum alls staðar: Lakritz fór á þrjá baðstaði í ferðinni, Bláa lónið, Sky Lagoon og Gömlu laugina á Flúðum. Í Bláa lóninu og Sky Lagoon voru handklæði innifalin í aðgangseyrinum og því þurfti hún ekki að taka sitt eigið með sér. Hins vegar fór það fram hjá henni að Gamla laugin á Flúðum bauð ekki upp á slíkt. Lýsir hún því að hafa þurft að grafa eftir kortinu sínu á sundfötunum í rigningarsudda til að geta leigt handklæði og hvetur hún því fólk að athuga hvað sé innifalið í aðgangseyri baðstaða.

  • Vakti of lengi fram eftir vegna dagsbirtunnar: Lakritz kom hingað í júní, þegar sólin er á lofti allan sólarhringinn. Vegna þessa missti hún að hluta tímaskynið og líkami hennar var ekki tilbúinn til að fara sofa á hennar vanalega háttatíma. Næst segist hún ætla að taka með sér melatónín til að hjálpa líkamanum að slökkva á sér.
mbl.is