Besta leiðin til að þola löng flug

Ferðaráð | 31. október 2023

Besta leiðin til að þola löng flug

„Ég elska löng flug og hlakka alltaf til þeirra. Ég myndi miklu frekar kjósa átta klukkustunda langt flug frekar en þriggja tíma langt flug. Það hljómar undarlega en það fer betur um mann í löngu flugi,“ segir ferðablaðamaðurinn Samantha Falewee í pistli sínum fyrir Travel&Leisure.

Besta leiðin til að þola löng flug

Ferðaráð | 31. október 2023

Löng flug þurfa ekki að vera slæm.
Löng flug þurfa ekki að vera slæm. mbl.is/Colourbox

„Ég elska löng flug og hlakka alltaf til þeirra. Ég myndi miklu frekar kjósa átta klukkustunda langt flug frekar en þriggja tíma langt flug. Það hljómar undarlega en það fer betur um mann í löngu flugi,“ segir ferðablaðamaðurinn Samantha Falewee í pistli sínum fyrir Travel&Leisure.

„Ég elska löng flug og hlakka alltaf til þeirra. Ég myndi miklu frekar kjósa átta klukkustunda langt flug frekar en þriggja tíma langt flug. Það hljómar undarlega en það fer betur um mann í löngu flugi,“ segir ferðablaðamaðurinn Samantha Falewee í pistli sínum fyrir Travel&Leisure.

„Ég hef sankað að mér mörgum góðum ráðum fyrir löng flug eins og til dæmis að hafa alltaf með sér náttföt í flug sem varir yfir nótt.“

Fleiri góð ráð eru:

1. Aldrei að sofa í vél sem flýgur austur, ef flugið er styttra en tíu klukkustundir. Sólarupprásin ruglar í kerfinu og maður fær flugþreytu.

2. Búðu til lista yfir allt sem þig hefur dreymt um að gera í lífinu. Svona löng flug gefa manni ótruflaðan tíma og eru gulls ígildi.

3. Farðu að sofa.

4. „Ekki drekka áfengi.“

5. „Ef þú ert í næturflugi sem er í styttra lagi, þá skaltu fara strax að sofa. Ég hef meira að segja komið mér upp þeirri venju að fara mjög seint að sofa daginn fyrir slíkt flug til þess að verða svo mjög þreytt þegar ég loks kemst um borð í flugið. Ekki horfa á kvikmynd í vélinni, farðu bara að sofa.“

6. „Handfarangur er besta leiðin til þess að ferðast. Alltaf.“

7. „Ég reyni strax að aðlagast tímamismuninum og breyti klukkunni um leið og ég fer um borð í flugvélina. Þegar ég lendi reyni ég að halda mér vakandi og skipulegg skemmtilegustu hlutina á fyrsta deginum. Þá er erfiðara að fara að sofa. Eins má aldrei leggja sig fyrsta daginn. Það eyðileggur svefnrútínuna fyrir allt ferðalagið.“

8. Vertu í víðum fötum, drekktu mikið vatn og forðastu salt og sykur.

mbl.is