Toni Collette rifjaði upp eftirminnilegt ferðalag til Íslands

Frægir ferðast | 3. nóvember 2023

Toni Collette rifjaði upp eftirminnilegt ferðalag til Íslands

Tveggja sólarhringa ferðalag Toni Collette til Íslands á síðasta ári virðist hafa haft djúpstæð áhrif á áströlsku verðlaunaleikkonuna. Hún skrapp til landsins í aðdraganda 50 ára afmælis síns síðastliðið haust. 

Toni Collette rifjaði upp eftirminnilegt ferðalag til Íslands

Frægir ferðast | 3. nóvember 2023

Íslandsvinkonan Toni Collette.
Íslandsvinkonan Toni Collette. Samsett mynd

Tveggja sólarhringa ferðalag Toni Collette til Íslands á síðasta ári virðist hafa haft djúpstæð áhrif á áströlsku verðlaunaleikkonuna. Hún skrapp til landsins í aðdraganda 50 ára afmælis síns síðastliðið haust. 

Tveggja sólarhringa ferðalag Toni Collette til Íslands á síðasta ári virðist hafa haft djúpstæð áhrif á áströlsku verðlaunaleikkonuna. Hún skrapp til landsins í aðdraganda 50 ára afmælis síns síðastliðið haust. 

Collette, sem margir þekkja úr kvikmyndunum The Sixth Sens, Muriel's Wedding, Little Miss Sunshine og Hereditery, birti nýverið færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún rifjaði upp ferðalagið og sagði heimsóknina einstaka og eftirminnilega afmælisgjöf. 

„Fyrir einu ári síðan var ég að vinna í Lundúnum. Börnin mín voru nýflogin heim. Ég átti nokkurra daga frí og sannfærði vinkonu mína um að hoppa um borð í flugvél og fljúga til Íslands. Ég var alveg að verða fimmtug. Ég var döpur. Ísland átti stað í hjarta mínu. Mig hafði ávallt langað að sjá norðurljósin. Ég var á landinu í tvær nætur. Allir sögðu mér að það væru litlar sem engar líkur að sjá norðurljósin en ég var vongóð og kl 01:11 aðra nóttina þá lýsti upp himininn. Ég á afmæli 01.11. Þetta var gjöf. Töfrandi. Ég mun aldrei gleyma þessu,“ skrifaði Collette við færsluna. 

Leikkonan heimsótti meðal annars Bláa lónið og Strandarkirkju við Engilvík á Suðurstrandavegi ásamt því að fá stóra drauminn uppfylltan þegar norðurljósin dönsuðu um himininn.

mbl.is