Sunak: Krabbameinið greindist snemma

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. febrúar 2024

Sunak: Krabbameinið greindist snemma

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist vera „í áfalli og sorgmæddur” vegna nýjustu fregna af Karli Bretakonungi sem hefur greinst með krabbamein.

Sunak: Krabbameinið greindist snemma

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. febrúar 2024

Karl Bretakonungur.
Karl Bretakonungur. AFP/Stefan Rousseau

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist vera „í áfalli og sorgmæddur” vegna nýjustu fregna af Karli Bretakonungi sem hefur greinst með krabbamein.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist vera „í áfalli og sorgmæddur” vegna nýjustu fregna af Karli Bretakonungi sem hefur greinst með krabbamein.

Sunak kveðst jafnframt þakklátur fyrir að meinið greindist snemma og vonar að konungurinn nái skjótum bata. 

„Sem betur fer greindist krabbameinið snemma og núna vona allir að hann fái þá meðferð sem hann þarf á að halda og nái fullum bata,” sagði Sunak við BBC.

Rishi Sunak yfirgefur Downingstræti 10 í Lundúnum.
Rishi Sunak yfirgefur Downingstræti 10 í Lundúnum. AFP/Henry Nicholls

Forsætisráðherrann segist einnig vera í reglulegu sambandi við Karl, sem ætli sér að halda sínu striki eins og venjulega.

„Hugur okkar er hjá honum og fjölskyldu hans,” sagði hann og bætti við: „Ég er í reglulegu sambandi við hann eins og alltaf.”

Ekki hefur verið greint frá því hvers konar krabbamein Karl er að glíma við. 

mbl.is