Harry hitti ekki Vilhjálm

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. febrúar 2024

Harry hitti ekki Vilhjálm

Harry Bretaprins ferðaðist langa leið frá Bandaríkjunum til Bretlands í vikunni til að hitta Karl Bretakonung föður sinn. Ástæða heimsóknarinnar var krabbameinsgreining Karls. Harry nýtti ekki ferðina til að hitta bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins. 

Harry hitti ekki Vilhjálm

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. febrúar 2024

Samband Harry og Vilhjálms hefur verið erfitt undanfarin ár.
Samband Harry og Vilhjálms hefur verið erfitt undanfarin ár. AFP

Harry Bretaprins ferðaðist langa leið frá Bandaríkjunum til Bretlands í vikunni til að hitta Karl Bretakonung föður sinn. Ástæða heimsóknarinnar var krabbameinsgreining Karls. Harry nýtti ekki ferðina til að hitta bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins. 

Harry Bretaprins ferðaðist langa leið frá Bandaríkjunum til Bretlands í vikunni til að hitta Karl Bretakonung föður sinn. Ástæða heimsóknarinnar var krabbameinsgreining Karls. Harry nýtti ekki ferðina til að hitta bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins. 

Fram kemur á vef BBC að Harry hafi ferðast frá Los Angeles til London á þriðjudaginn til að hitta föður sinn. Hann sást á Heathrow-flugvelli á miðvikudaginn þar sem hann var á leiðinni heim. Hann var aðeins í landinu í sólahring og kemur fram að bræðurnir hafi ekki hist. 

Því hefur meðal annars verið haldið fram að Harry hafi gist á hóteli í London en ekki hjá fjölskyldu sinni. 

Það er ekki leyndarmál að Harry er ósáttur við fjölskyldu sína og þá sérstaklega föður sinn og bróður. Hann flutti til Ameríku ásamt eiginkonu sinni Meghan hertogaynju fyrir nokkrum árum. Sam­band bræðranna er talið hafa versnað í kring­um brúðkaup Harry og Meg­h­an árið 2018. Síðan þá hafa Harry og Meghan verið dugleg að opna sig, meðal annars í sjónvarpsþætti við Opruh Winfrey og í heimildarþáttum á Netflix auk þess sem Harry skrifaði sjálfsævisögu. 

Karl konungur er með krabbamein.
Karl konungur er með krabbamein. AFP
mbl.is