Börkur Sigþórsson leikstýrir BAFTA-verðlaunahafa

Instagram | 30. apríl 2024

Börkur Sigþórsson leikstýrir BAFTA-verðlaunahafa

Börkur Sigþórsson, leikstjóri, handritshöfundur og ljósmyndari, hefur á undanförnum mánuðum unnið hörðum höndum að gerð nýrrar þáttaraðar, titluð Insomnia. Börkur, sem leikstýrði meðal annars íslensku þáttaröðinni Ófærð, sá um leikstjórn en hann er einnig einn framleiðenda. 

Börkur Sigþórsson leikstýrir BAFTA-verðlaunahafa

Instagram | 30. apríl 2024

Börkur Sigþórsson og Vicky McClure.
Börkur Sigþórsson og Vicky McClure. Skjáskot/Instagram

Börkur Sigþórsson, leikstjóri, handritshöfundur og ljósmyndari, hefur á undanförnum mánuðum unnið hörðum höndum að gerð nýrrar þáttaraðar, titluð Insomnia. Börkur, sem leikstýrði meðal annars íslensku þáttaröðinni Ófærð, sá um leikstjórn en hann er einnig einn framleiðenda. 

Börkur Sigþórsson, leikstjóri, handritshöfundur og ljósmyndari, hefur á undanförnum mánuðum unnið hörðum höndum að gerð nýrrar þáttaraðar, titluð Insomnia. Börkur, sem leikstýrði meðal annars íslensku þáttaröðinni Ófærð, sá um leikstjórn en hann er einnig einn framleiðenda. 

Þættirnir, sem eru sex talsins, eru byggðir á skáldsögu Söruh Pinborough og verða frumsýndir á streymisveitunni Paramount+ þann 23. maí næstkomandi.

Breska leikkonan Vicky McClure, þekktust fyrir hlutverk sitt í spennuþáttaröðinni Line of Duty, fer með aðalhlutverkið. McClure hlaut BAFTA-verðlaun árið 2011 fyrir leik sinn í kvikmyndinni This Is England.

Börkur birti mynd af sér ásamt McClure á Instagram og segir það einstök forréttindi að hafa fengið að vinna með bresku leikkonunni. 



mbl.is